Kínverskur betlari?

Ýmislegt var tínt til á tímum Sovétríkjanna varðandi útrýmingu á skorti og slæmum fyrirbrigðum í kapítaliskum löndum.

Til dæmis var fullyrt í Sovétríkjunum að búið væri að útrýma vændi.

Í ferðalagi norrænna bílablaðamanna á Volvobílum frá Rovaniemi í Finnlandi til Murmansk í Rússlandi 1978, voru flestir blaðamennirnir ungir og einhleypir.

Við Helga skárum okkur úr í hópnum. Ekki voru menn fyrr komnir til Murmansk en vændiskonur gerðu sig líklegar til viðskipta við hina ungu og frísku blaðamenn. Sömuleiðis menn, sem kváðust vera inn undir í kerfinu og vildu kaupa bílana, sem voru nú reyndar "gamla gerðin" af Volvo, þótt þetta væri ný útgáfa af henni.

Einn blaðamannanna, sem skipti við rússneska vændiskonu, sagðist hafa veitt það upp úr henni að hún væri í raun KGB njósnari. Þannig væri þessi bísniss hennar ríkisrekið og "nauðsynlegt" vændi fyrir öryggi ríkisins væri því ekki skilgreint sem vændi.

Að kínverskur betlari hætti lífi sínu með því að fara í átta tíma flug í farangursgeymslu til Dubai er eitthvað sem rímar ekki alveg.

Sömuleiðis að sjá myndir af hundruðum fólks að drukkna á flótta yfir Miðjarðarhaf á sama tíma sem því er haldið fram að þetta fólk sé vel haldið í heimalöndum sínum og skrökvi upp slæmum aðstæðum sínum þar.  


mbl.is Í farangursrými í átta tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband