Mörg íslensk lög eru á heimsmælikvarða.

Íslenska þjóðin er álíka fjölmenn og þúsundir lítilla borga um víða veröld. Það er líkast til aðalástæðan fyrir því hve fá af bestu dægurlögum okkar hafa orðið þekkt erlendis.

En með góðu gengi íslensks tónlistarfólks víða um lönd hfur opnast möguleiki til þess að bestu lög íslenskra tónskálda hljóti verðskuldað brautargengi, því að það besta hjá Íslendingum á þessu svið gefur ekkert eftir því besta erlendis, jafnvel þótt aðeins sé sunginn íslenskur texti með þeim.

Ef vel tekst til með enska þýðingu eða jafnvel alveg nýjan enska texta, ættu líkurnar á góðu gengi að aukast.


mbl.is Vor í Vaglaskógi heillar í USA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flest er hér nú geysi gott,
gullin okkar saga,
lögin eru líka flott,
ljótt þó enn á Skaga.

Þorsteinn Briem, 10.6.2016 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband