Tvær sögur í Guðmundarmálinu og þrjár í Geirfinnsmálinu?

Eins og greint er frá í næsta bloggpistli á undan þessum, voru tvær megin sögur, en gerólíkar, af meintu morði á Geirfinni Einarssyni, fluttar af alvöruþunga í fjölmiðlum með nokkurra´mánaðaa millibili. Framsetning síðari sögunnar afgreiddi þá fyrri í raun sem hreinan uppspuna.

Sagan, sem birt var sem sönn, af morði á Guðmundi Einarssyni, þurfti að vísu nokkurrar "snyrtingar" við í meðförum rannsóknarmanna, svo sem eins og að breyta Toyota í Bjöllu ef ég man rétt.

En nú flýgur það fyrir, að splunkunýir framburðir hafi fætt af sér nýja sögu að stórum hluta í Guðmundarmálinu.

Það skyldi þó aldrei vera að von kunni að vera á þriðju sögunni af morðinu á Geirfinni?


mbl.is Lögreglan gerði húsleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðmundur var sennilega ekinn niður og líkið falið og margt bendir til að Geirfinnur hafi drukknað.

GB (IP-tala skráð) 16.6.2016 kl. 20:01

2 identicon

Það er vitað að Kristján Péturson lak allskonar upplýsingum um rannsóknina

sem spillti fyrir rannsóknarhagsmunum - afhverju var KP að búa þessar sögusagnir til?

Grímur (IP-tala skráð) 16.6.2016 kl. 21:30

3 Smámynd: Sigurður Andrés Jónsson

Tad sannadist aldrei ad tetta folk hafi verid gerendur i tessu mali, hvad sem gerdist i raun og veru. Tad er tad sem mer fynnst svo undarlegt, hvernig tad var gerlegt ad senda tessi ungmenni i allt ad 16 ara fangelsi og vera bara alls ekkert viss hvad gerdist.

Sigurður Andrés Jónsson, 16.6.2016 kl. 23:33

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég er sammála Ómari og ekki síður athyglisverðum athugasemdum GB, Gríms og Sigurðar:

Vitni í bíl ( sem reyndar breyttu framburði sínum síðar) sáu drukkinn mann slangrandi á Reykjavíkurvegi og auðvitað gæti Guðmundur heitinn líka hafa tekið feil og fundist hann geta beygt til hægri og stytt sér þannig leið heim til sín, en á þessum tíma voru einhverskonar ruslahaugar þarna, sem líklega var rutt reglulega yfir og annað vitni bar sannarlega að Geirfinnur hefði látist af slysförum við köfun eftir spíra.

Krossför þeirra Kidda Pé og félaga hans Hauks Guðmundssonar, svo ekki sé minnst á þátt Valtýs sjálfs Sigurðsson var óneytanlega dálítið skondinn, í ljósi þess að þeir störfuðu einmitt allir í Keflavik – einmitt á sama tíma og líklega stærsti reglubundna spírasmygl Íslanssögunar stóð yfir.

Hvað athugasemd Sigurðar varðar, þá verður að byrja á að veita fórnarlömbunum og aðstandendum þeirra auðmjúka sakaruppgjöf og fullar bætur fyrir eyðilagt líf - því nú er vitað að þau voru dæmd án annara sannana en harðræðis játninga og því væntanlega öll saklaus, sem er annað en hægt er að segja um spunameistarana sjálfa, auk vilja- og miskunarlausra handbenda þeirra hjá hinu opinbera – áður en farið er að eltast við aðra kórdrengi sem komnir voru af barnsaldri 1974 og voru ekki á æfingu með Lögreglukórnum.

Þessi mál öll er hægt að lesa um á vefnum: www.mal214.com

Jónatan Karlsson, 17.6.2016 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband