Berskjaldað fólk.

Ég hef sjálfur nýlega upplifað það rækilega á eigin skinni, vöðvum, sinum, liðböndum og beinum, hve berskjaldað hjólandi og gangandi er í umferðinni.

Stórstígar framfarir hafa orði í slysavörnum fyrir fólk í bílum, en litlir möguleikar eru á svipuðum vörnum fyrir það fólk sem ekki er með hliðstæða vörn umhverfis sig.

Eini möguleikinn væri sá að banna umferð gangandi og hjólandi fólks, en það er að sjálfsögðu hvorki framkvæmanlegt né réttlátt, ekki síst vegna þess þjóðhagslega ávinnings sem er að því að ganga og hjóla.

Ég hef heyrt miklar sögur af umferðinni í Róm þar sem er mýgrútur hjóla og gangandi fólks í blöndu af bílum og fólki á hjólum.

Aðdáunarvert og lærdómsríkt mun vera að fylgjast með þessari umferð, sem byggist á margra áratuga reynslu íbúanna.

Þar leggjast allir á eitt, jafnt bílstjórar, hjólafólk og gangandi fólk.

Nóg eigum við nú ólært í þessum efnum þótt ekki sé ráðist ítrekað að hjólafólki með því að setja upp stórhættulegar gildrur á vegi þess eins og dæmin sanna.   

 


mbl.is „Þetta er bara stórhættulegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband