200 mílna ferðamannalögsaga?

Frá Hornströndum til Grænlands eru 285 kílómetrar í beinni loftlínu, eða 154 sjómílur.

Ef maður hugsar sér 200 mílna ferðamannalögsögu Íslands myndi hún ná 46 sjómílur inn á land á Blosseville-ströndinni grænlensku, en ströndin sjálf og jökullinn og fjöllinn upp af henni eru svo stórbrotin náttúrusmíð, að þegar komið fljúgandi þaðan til baka og kemur yfir Vestfirði og Norðurland, liggur við að sagt sé: "Hornbjarg úr djúpinu rís" - hvað.

Hæstu fjöllin inn af grænlensku ströndinni ná upp í 3700 metra hæð, en Hornbjarg er 432 metra hátt og hæsta fjall á Vestfjörðum 998 metrar.

Jarðfræði Íslands og sérstaða hins eldvirka hluta lands okkar á að vísu engan sinn líka á þurrlendi jarðar, en hrikaleiki Grænlands einn og sér er óviðjafnanlegur.

Grænland er meira en tuttugu sinnum stærra en Íslands og nær algerlega óplægður akur varðandi ferðaþjónustu, sem við Íslendingar vegna nálægðar, ættum mesta möguleika að nýta.


mbl.is „Horft til norðurslóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband