Stærra en "leikur aldarinnar"? Vítaspyrnukeppni hvað?

Þegar ungverska knattspyrnulandsliðið niðurlægði Englendinga tvívegis á fyrri hluta sjötta áratugarins fékk fyrri leikurinn heitið "leikur aldarinnar".

Það þarf því svolítið til þegar ein af helstu knattspyrnuhetjum Englendinga segir að leikurinn í kvöld hafi verið þeirra versta tap frá upphafi.

Björtustu vonir þeirra sem gældu við íslenskan sigur, voru bundnar við þann möguleika eftir framlengdan leik, að við ynnum Englendinga í vítaspyrnukeppni.

Nú er hægt að segja: Vítaspyrnukeppni hvað?

Í vor var skrifað hér á síðuna að rétt væri hafa í huga hið fornkveðna að spyrja skuli að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum.

Var það skrifað í tilefni af slakri útkomu landsliðsins í vináttulandsleikjum en voru hjá þjálfurunum æfingaleikir til þess að móta liðið og fá allan landsliðshópinn til þess að vera í takt og tilbúnir, sama á hverju gengi, þegar komið væri á EM.

En ljóst var að landsliðsþjálfararnir voru fjarri því að fara á taugum á þessum tíma, heldur allan tíman með hugann við það sem máli skipti.

Það er nefnilega einn stærsti kostur landsliðsþjálfaranna hve yfirvegaðir þeir eru pollrólegir.

 

 


mbl.is „Okkar versta tap frá upphafi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband