Mikilvægt svæði við stærstu krossgötur landsins.

Þeir sem aka frá Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi í gegnum höfuðborgarsvæðið til Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnafjarðar og áfram til Suðurnesja aka þriggja kílómetra löngum kafla meðfram Ártúnshöfðahverfinu. Höfuðb.sv. kort, vítt

Þeir sem aka frá Austfjörðum og Suðurlandi til Reykjavíkur og Seltjarnarness aka sömu leið.

Af þessu leiðir að stærstu krossgötur landsins liggja við þetta hverfi, og að þegar menn tala um þéttingu byggðar nálægt miðju höfuðborgarsvæðisins er einhverja bestu möguleikana að finna í þessu hverfi.

Á kortunum tveimur hér á síðunni af meginumferðarlínunum á höfuðborgarsvæðinu, sem eru dregnar með svörtum línum, bendir blái penninn á Ártúnshöfðann. Höfuðb.sv. kort


mbl.is Ártúnshöfði verði blönduð byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er miðja borgarinnar. Lýst vel á að byggja upp Vogahverfið. Þá væri nærtækast að byggja nýjan Landspítala  þar sem nú eru steypustöðvar og balbikunarstöð handa ár.

Sigurður Sunnandvindur (IP-tala skráð) 7.7.2016 kl. 16:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík starfa langflestir vestan Kringlumýrarbrautar og á því svæði eru stærstu vinnustaðirnir í Reykjavík.

Og langflest hótel og gistiheimili í Reykjavík eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík eru samtals um 20 þúsund nemendur og kennarar og á Landspítalanum starfa um fimm þúsund manns.

Vestan
Kringlumýrarbrautar er enn verið að þétta byggðina og auka atvinnustarfsemi, til dæmis með því að reisa stór hótel og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar.

Hversu mikil atvinnustarfsemi er til að mynda í Háaleitis- og Bústaðahverfinu, Laugardalssvæðinu, Grafarvogi, Grafarholti, Árbænum og Breiðholtinu?!

Reykvíkingar
eru 58% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Og ef einhverjir geta talið upp meiri atvinnustarfsemi í Reykjavík en vestan Kringlumýrarbrautar, einhverju öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess, þætti mér gaman að sjá það.

Þorsteinn Briem, 7.7.2016 kl. 17:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítalans býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur starfsmanna býr í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt


Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna, í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem þýðir mun meiri innflutning á bensíni, meira slit á götum og bílum, meiri mengun og mun fleiri árekstra í umferðinni.

Þorsteinn Briem, 7.7.2016 kl. 17:40

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, stærsta vinnustað landsins, starfa um 4.700 manns og mikilvægt að sem flestir þeirra búi nálægt sjúkrahúsinu, meðal annars til að minnka bensínkaup, slit á götum og bílum.

Nú býr um helmingur
þessara 4.700 starfsmanna í minna en fjórtán mínútna hjólafjarlægð frá sjúkrahúsinu.

Og ákveðið hefur verið að Landspítali-háskólasjúkrahús verði áfram við Hringbraut.

Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu og mjög stórir vinnustaðir eru skammt frá því svæði, til að mynda Landspítalinn, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands, og líklegt að margir sem þar starfa kaupi íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, í stað þess að búa langt frá þessum vinnustöðum.

Það sparar þeim mikil bensínkaup, löng ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, miklar og margar umferðartafir og jafnvel kaup á bíl, þar sem einn bíll getur nægt á heimili í stað tveggja.

Þar af leiðandi getur verið hagstæðara að búa nálægt vinnustað, enda þótt íbúðir séu dýrari þar en langt frá vinnustaðnum.

Þorsteinn Briem, 7.7.2016 kl. 17:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hlutfallslega flestir svarendur [í Reykjavík] vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu.

Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.

Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.

Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri."

Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013

Þorsteinn Briem, 7.7.2016 kl. 17:44

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gatnamót Hringbrautar, Snorrabrautar, Bústaðavegar og Miklubrautar skammt frá Landspítalanum eru ein umferðarmestu gatnamót landsins með um 100 þúsund bíla á sólarhring, sem er um helmingur fólksbílaflotans hér á Íslandi, en hann var 206 þúsund bílar árið 2011.

Þorsteinn Briem, 7.7.2016 kl. 17:45

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrenn gatnamót á Miklubraut eru umferðarmestu gatnamót landsins og öll með um eitt hundrað þúsund bíla á sólarhring:

Gatnamót Miklubrautar, Hringbrautar, Snorrabrautar og Bústaðavegar.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Gatnamót Miklubrautar, Reykjanesbrautar, Sæbrautar og Vesturlandsvegar.

Og gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru að sjálfsögðu jafn mikið austan og vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 7.7.2016 kl. 17:48

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 7.7.2016 kl. 17:49

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vel á annað hundrað hótel og gistiheimili eru nú þegar vestan Kringlumýrarbrautar og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen, skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur nú tekið þar til starfa.

Þar að auki eru þar meðal annars Landspítalinn, stærsti vinnustaður landsins, þrír háskólar með um 20 þúsund kennara og nemendur, bankar, CCP, stærsta fiskihöfn landsins, og fjölmargir aðrir stórir vinnustaðir ríkisins og Reykjavíkurborgar.

Vestan Kringlumýrarbrautar eru einnig um eitt hundrað matsölustaðir, krár og kaffihús og við Laugaveg einan eru um tvö hundruð verslanir, þar sem eitt þúsund manns starfa, tvöfalt fleiri en í Kringlunni, svo og fjöldinn allur af öðrum verslunum, til að mynda við Hverfisgötu og Skólavörðustíg.

Á Vatnsmýrarsvæðinu verður geysimikil uppbygging og að minnsta kosti 600 íbúðir verða á Hlíðarendasvæðinu einu.

"Heitasta svæði" landsins er því vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 7.7.2016 kl. 17:54

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er nú verið að byggja eða nýbúið að byggja um 1.250 íbúðir:

Um 200 íbúðir Búseta við Einholt og Þverholt,

um 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti 7,

um 140 íbúðir í Stakkholti,

um 180 íbúðir í Mánatúni,

um 80 íbúðir á Lindargötu 39 og Vatnsstíg 20-22,

um 20 íbúðir á Lindargötu 28-32,

um 90 íbúðir á Höfðatorgi,

um 140 íbúðir á Lýsisreit við Grandaveg,

um 20 íbúðir í Skipholti 11-13,

um 70 íbúðir á Mýrargötu 26,

um 20 íbúðir á Hljómalindarreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

um 70 íbúðir á Frakkastígsreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

um 40 íbúðir á Tryggvagötu 13,

um 80 íbúðir austan Tollhússins.

Einnig verða til að mynda um 200 íbúðir á Barónsreitum, um 60 á Hverfisgötu 96 neðan við Laugaveg 77, um 20 á Frakkastíg 1, um 170 við Slippinn í Vesturbugt, um 170 í Austurhöfn við Hörpu og um 100 við Guðrúnartún.

Þar að auki verða til dæmis um 350 stúdenta- og starfsmannaíbúðir við Háskólann í Reykjavík, um 100 íbúðir við Stakkahlíð fyrir námsmenn og aldraða og um 80 íbúðir við Keilugranda í samstarfi KR og Búseta.

Og einnig er ætlunin að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu.

Alls verða því byggðar á næstunni að minnsta kosti 2.100 íbúðir í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar í viðbót við þær 1.250 íbúðir sem þar er verið að byggja eða nýbúið að byggja.

Samtals 3.350 íbúðir vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

Og einnig er nýbúið að byggja og verið að byggja íbúðir á Seltjarnarnesi.

Þorsteinn Briem, 7.7.2016 kl. 17:57

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Umferðarmiðstöðin (BSÍ) við Hringbraut er aðalumferðarmiðstöð höfuðborgarsvæðisins og langflest hótel og gistiheimili, um tvö hundruð, eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 7.7.2016 kl. 17:59

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er byggðin mun þéttari en austan Elliðaáa en þar eru samt stór opin svæði, Klambratún (Miklatún), Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Ægisíða og Hljómskálagarðurinn.

Þar eru einnig einkagarðar við langflest íbúðarhús og í mörgum tilfellum bæði framgarðar og bakgarðar.

Alls áttu 40.295 lögheimili í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 1. janúar 2013, rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, þar af 15.708 í 101 Reykjavík, 16.067 í 105 Reykjavík og 8.520 í 107 Reykjavík.

Og þá áttu þar lögheimili 7.915 börn (sautján ára og yngri eru skilgreindir sem börn), þar af 2.659 í 101 Reykjavík, 3.203 í 105 Reykjavík og 2.053 í 107 Reykjavík, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Þar að auki starfa flestir Reykvíkingar vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 7.7.2016 kl. 18:01

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.100 íbúðir verða í Vogabyggð en um 850 í Hlíðarendahverfinu einu.

Þorsteinn Briem, 7.7.2016 kl. 18:04

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.6.2016:

"Hækk­un­in er ennþá mest að jafnaði miðsvæðis en Breiðholtið sker sig svo svo­lítið úr."

Þar sem íbúðir eru mun ódýrari í Breiðholtinu en vestan Kringlumýrarbrautar, þar sem eftirspurnin er mest eftir íbúðum, er að sjálfsögðu eðlilegt að verð á íbúðum í Breiðholtinu hækki verulega.

Þúsundir útlendinga flytja nú hingað til Reykjavíkur og hlutfallslega flestir þeirra búa í Breiðholtinu, enda er eðlilegt að þeir flytji fyrst þangað sem verð á íbúðum er lægst hér í Reykjavík.

Og að sjálfsögðu er einnig eðlilegt að margir ungir Íslendingar kaupi sína fyrstu íbúð í hverfum þar sem íbúðaverðið er lægst.

En það er ekki þar með sagt að þeir vilji frekar búa í Breiðholtinu en vestan Kringlumýrarbrautar.

Og auðvelt er fyrir mörg ung pör, sem enn búa í foreldrahúsum, að leggja fyrir, til að mynda samtals 200 þúsund krónur á mánuði í tvö ár, til að geta keypt íbúð vestan Kringlumýrarbrautar, þar sem eftirspurnin er mest eftir íbúðum hér í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 7.7.2016 kl. 18:11

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.2.2016:

"
Meðal­kaup­verð 100 fer­metra íbúðar í fjöl­býli í 101 Reykja­vík á fjórða árs­fjórðungi 2015 var um 414 þúsund krónur á fer­metra."

Lítil þriggja herbergja sextíu fermetra íbúð í póstnúmeri 101 Reykjavík kostar því nú að meðaltali um 25 milljónir króna.

Og til að geta keypt þannig íbúð þarf par að hafa lagt fyrir 20% af kaupverðinu, 5 milljónir króna, eða 2,5 milljónir á mann.

Sá sem leggur fyrir um 100 þúsund krónur á mánuði í tvö ár hefur safnað þeirri upphæð.

Það eru nú öll ósköpin sem það kostar núna fyrir ungt par að geta keypt íbúð í póstnúmerinu 101 Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 7.7.2016 kl. 18:13

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Raðað inn sömu 15 athugasemdunum og ævinlega og langflest er þar út í hött, bara einblínt á Reykjavík eina, þótt augljóslega sé eðlilegt að miða við höfuðborgarsvæðið allt þar sem 90 þúsund manns búa í Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi.

Þungamiðja þeirrar byggðar allrar er austast í Fossvogsdal en ekki fyrir vestan Kringlummýrarbraut.

Ómar Ragnarsson, 7.7.2016 kl. 21:34

17 identicon

no15 ég fæ nú ekki nema 2.4.milljónir.en eflaust má rífast um tölfræði endalaust ftirir eistaklíng 100þ. er nokkuð mikið fyrir mann sem er á lágmarkslaunum þó steina þikir það ekki mikið. en um efnið er sam´la ómar. þarna er miðsvæðið næstu ára væri ekki tilvalið að setja spítala á svæðið þó ég sé ekki hrifinn af staðsetningu við þar sem björgun er til húsa altof þröngy þar ég sæi han vera á keldum eða við hliðina moggahöllinni. þar sem menn virðast vilja loka reykjavíkurflugvelli þá er eitn grundvöllur spítalans við hríngbraut brostin. en hugmind ómars að breitum flugvelli er áhugaver  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.7.2016 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband