Við skoruðum þrjú mörk hjá gull-og silfurliðunum.

Íslenska landsliðið lék við báðar þjóðirnar sem leika úrslitaleikinn á EM á sunnudag og verða gull- og silfurlið þessa móts. 

Við skoruðum eitt mark hjá Portúgölum og gerðum jafntefli við þá og við skoruðum tvö mörk í leiknum við Frakka. 

Enn eitt dæmið um það að íslenska landsliðið á fullt erindi á stórmót í knattspyrnu sé áfram haldið jafn vel á spilum og hingað til. 


mbl.is Frakkar mæta Portúgölum í úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi staðreynd segir mér að okkar menn eiga skilið að fá fálkaorðuna.

Er ekki ráð að veita strákunum okkar orðuna á sunnudaginn nk.fyrir úrslitaleikinn á EM á Bessastöðum horfa svo á leikinn með forsetanum að athöfn lokinni?

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 7.7.2016 kl. 21:22

2 identicon

Please, Ómar. Er þetta ekki bara að verða nokkuð gott hjá þér?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.7.2016 kl. 21:57

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að það sé hægt að kaupa Fálkaorður í Kolaportinu.

Þýskaland gat ekki skorað í leiknum gegn Frökkum og töpuðu næstum því með sama marka mun og Íslendingar. En Íslendingar gátu skorað tvisvar gegn Frökkum.

Ég held að íslenska liðið megi vera ánægt að tapa einum leik og það gegn Evrópu Meisturunum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.7.2016 kl. 22:01

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reisn er yfir Ronaldo,
rétta finnur gatið,
ekkert betra er nú þó,
en íslenskt karla matið.

Þorsteinn Briem, 8.7.2016 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband