Fleiri ferðamenn, já. Fleiri flutningabílar, ?

Nú eru miklu fleiri ferðamenn á landinu en nokkru sinni fyrr. Þeir bætast við heimamenn, meðal annars í umferðinni. Fjölgun ferðamanna hlýtur því að kalla á aukna umferð, og þegar gott veður í mestallt sumar bætist við, auk þess sem auknar tekjur af þeim kalla á hagvöxt og aukinn kaupmátt, hlýtur umferðin að aukast.

Annað einkenni virðist áberandi þegar ekið er um helstu umferðaræðar innan borgarinnar og út frá henni: Fjölgun stórra flutningabíla í umferðinni.

Í þau skipti sem ég hef átt leið austur fyrir fjall að undanförnu vegna gerðar stórs hljómdiskaalbúms með mörgum nýjum lögum, hefur vaxandi fjöldi malarflutningabíla og annarra stórra flutningabíla vakið athygli mína og minnt á síðustu misserin fyrir Hrunið.

 


mbl.is Nýtt umferðarmet í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Konur í vesturbæ Reykjavíkur aldrei feitari.

Veltiár.

Þorsteinn Briem, 20.7.2016 kl. 16:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.7.2016:

"Bygg­ing­akrön­um hef­ur farið ört fjölg­andi und­an­far­in ár og á fyrri hluta þessa árs hef­ur Vinnu­eft­ir­litið skoðað 157 krana en þeir voru 165 á fyrri hluta ársins 2007.

Það er aukn­ing frá því sem var á fyrri hluta síðastliðins árs þegar 137 bygg­ing­a­kran­ar voru skoðaðir af Vinnu­eft­ir­lit­inu og 319 á ár­inu í heild.

Ein­ung­is fóru fleiri kran­ar í skoðun hjá Vinnu­eft­ir­lit­inu árið 2007 eða 364.

Árni Jó­hanns­son, for­stöðumaður bygg­inga- og mann­virkja­sviðs hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins, seg­ir að þrátt fyr­ir fjölg­un krana sé upp­bygg­ing í land­inu á upp­hafs­stig­um.

"Þetta er rétt að byrja. Það sem er ólíkt við það sem var á ár­un­um fyr­ir hrun er að upp­bygg­ing innviða er ekki haf­in af neinu viti.

Fyr­ir utan Þeistareyki og Búr­fells­virkj­un er ekk­ert í gangi hjá hinu op­in­bera.

Allt var á fleygi­ferð á veg­um hins op­in­bera fyr­ir hrun. Það er ekki svo núna. Upp­bygg­ing­in er studd af einka­geir­an­um," seg­ir Árni Jó­hanns­son."

Þorsteinn Briem, 20.7.2016 kl. 16:56

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reisa þarf nýjan Landspítala sem er geysistór nokkurra ára opinber framkvæmd sem ekki er hægt að bíða með.

Þorsteinn Briem, 20.7.2016 kl. 16:57

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 20.7.2016 kl. 16:58

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðspurður hvort [raforkustrengur til Bretlands] muni hækka raforkuverð á Íslandi segir [Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar] ekki sé þörf á því en ríkisstjórnin þurfi samt að finna leið til að halda verðinu niðri.

Ef norska leiðin yrði farin yrði orkuiðnaðurinn enn með góð kjör og langtímasamninga en verð til almenna markaðarins væri svo pólitísk ákvörðun.

Gert er ráð fyrir að um 20 ár tæki að greiða upp slíkan streng og endingartíminn yrði um 40 ár."

Lokaskýrsla ráðgjafahóps um lagningu sæstrengs til Bretlands, júní 2013, bls. 20

Þorsteinn Briem, 20.7.2016 kl. 17:01

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.

Og Kínverjar sem komnir eru inn á Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis til Noregs, geta að sjálfsögðu flogið þaðan hingað til Íslands.

Hins vegar er hægt að meina glæpamönnum sem búa á Evrópska efnahagssvæðinu landgöngu hérlendis.

Þorsteinn Briem, 20.7.2016 kl. 17:05

8 identicon

Bíð spenntur eftir meira frá Steina Briem.

immalimm (IP-tala skráð) 21.7.2016 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband