Merkilegt hvað maður lét sig hafa.

Frá fermingaraldri vann ég verkamannavinnu í skólafríum og á sumrin. Mér verður stundum hugsað til þeirra aðstæðna sem margir verkamenn unnu við á þessum tímum skóflunnar, hakans og handaflsins eins. 

Í sveitinni sumrin á undan fór maður tvisvar í bað yfir sumarið og sem kúarektor var maður mykjugur, moldugur og skítugur án þess að ég muni eftir því að það hafi haft nein áhrif á heilsuna. 

Það jafnvel að vera að ónæmiskerfið hafi haft gott af því að fást við þessi "óhreinindi" og að nú á dögum sé full mikil sóthreinsun í gangi til þess að þetta mikilvæga varnarkerfi líkamans fái tæki til að vera í æfingu. 

Í verkamannavinnunni í Reykjavík á þessum árum var reynt að taka smá tillit til slæmra aðstæðna við uppskipun á sementi, sem var afar erfið og sérlega óþrifaleg vinna vegna sementsryksins, sem þyrlaðist upp þegar verið var að lyfta pokunum og setja þá á brettin, sem kranarnir hífðu upp úr skipunum.  

Þetta var gert með því að hafa launin örlítið hærri, svonefndan sementstaxta. 

Spónakjallarinn í timburversluninni Völundinni var enn verri vegna flísaryksins, sem settist í augun og vitin. 

Sumarið sem ég "rak við út um gat í Völundi" eins og ég hef stundum kallað vinnuna þar, skildi ég ekkert í því að ég var sífellt að fá graftarígerðir í augun og áttaði mig ekki á því, að þetta gerðist vegna þess að loftinu í Völundarportinu svifu örsmáar flísar, sem settust í hvarmana án þess að ég tæki eftir því. 

Hluta úr sumri vann ég í nýbyggingu þar sem var smíðað úr asbesti vinstri hægri og asbestrykið var í loftinu dögum saman. 

Merkilegt var að manni skyldi ekki verða misdægurt af þessu. 


mbl.is Bannið hefur ekki borið árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Let Them Eat Dirtwink........ breskt máltæki .......laughing

Ragna Birgisdóttir, 3.8.2016 kl. 20:42

2 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar !

Fínar og þarfar upprifjanir hjá þér / sem og punktur Rögnu Birgisdóttur, einnig.

Skv. nútíma spekinni: og þessu liði, sem nú valzar um í Ríkiskerfinu, á alls lags ofurlaunum (Umhverfisstofnunar liðið- og ráðuneytisins, t.d.), til þess að ''hafa vit fyrir almúganum'', með innlendri reglugerða froðu, eða þá EES/ESB tengdri, ættir þú Ómar, sem all flestir (ef ekki allir) fyrrum samstarfsmanna þinna, frá Sement- og Asbezt vinnzlu árunum, að vera löngu dauðir.

Frásaga þín - vottfestir þarfleysu forsjárhyggju- og eftirlits liðs samtímans, með heilsufari fólks / eða þorra þess, að minnsta kosti.

Við peyjarnir heima á Stokkseyri: (cirka tímabilið: 1967 - 1970/71), þáðum iðulega Lýsi nýbrætt, með Grútnum ofaná fljótandi, hæfilega volgt til drykkjar, af litlum Kók og Appelsín flöskum, hjá þáverandi Bræðzlu skúrs meistara staðarins: Vetrarvertíð eftir Vetrarvertíð, og engum okkar varð meint, af þeim hollustu drykk, svo:: ég hafi haft spurnir af.

Umhverfis- og Græningja lið öfga hollustunnar, oftlega sprækir göngumenn og skokkarar, gerilsnesyddir af áti hefðbundins hollustufæðis, sem við hin eldri ólumst upp við, eiga það alveg til, að detta niður dauðir, þrátt fyrir alls lags jukkneyzlu (úr rafknúnu hristara og matvinnzluvélunum)- og ''hollustudrykki'' í nútímanum.

Og: jafnvel mun örar, en við hægfara Kaffidrykkju- og reykingafólk, t.d.

Hvernig - skyldi nú standa á því, gott fólk ?

Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi / 

  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.8.2016 kl. 21:53

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í minni sveit voru ekki til feitir menn, enda voru þeir allir í erfiðisvinnu. Hins vegar dóu þeir allir úr krabbameini:

Morgunmatur: Kleinur, kaffi og hræringur.

Morgunkaffi: Kleinur og kaffi.

Hádegismatur: Kleinur, kaffi og sviðakjammi.

Síðdegiskaffi: Kleinur og kaffi.

Kvöldmatur: Kleinur, kaffi, siginn fiskur og súr hrútspungur.

Kvöldkaffi: Kleinur og kaffi.

Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 22:09

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar ég var ungur var magakrabbamein ein algengasta dánarorsökin, enda hafði stór hluti þjóðarinnar étið saltaðan og súrsaðan mat daglega. 

Faðir minn var í sveit hjá Sigurði bónda í Hrafnadal þar sem maturinn var því áfergjulega étinn sem hann var saltari og súrari. 

Sigurður var fyrsti maðurinn sem ég heimsótti, tíu ára gamall, á banasæng þar sem magakrabbinn gekk frá honum. 

Ómar Ragnarsson, 3.8.2016 kl. 22:20

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Úr einhverju verður maður að drepast á endanum sagði sú gamla og kveikti sér í einni filterslausri camelsígarettu og dreypti á rótsterkum gambra þar sem rottuskíturinn flaut á yfirborðinu og það hafði hún hafði gert á hverjum degi í 50 ár.......hún dó 87 ára....foot-in-mouth

Ragna Birgisdóttir, 3.8.2016 kl. 22:29

6 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Ómar - Steini, og Ragna !

Og: enn lifið þið öll, hin sprækustu, þrátt fyrir mismunandi hollustuhætti ykkar, gegnum tíðina.

Og eigið vonandi öll - langra lífdaga auðið, enn: um stundir.

Ragna !

Reyndar: skuggalega ógeðfelld lýsing þín, af Rottuskítnum / hjá þeirri gömlu.

En: ekki hvarflar að mér, að rengja þína frásögu / fremur en Ómars síðuhafa, og Steina.

Með sömu kveðjum - sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.8.2016 kl. 22:37

7 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Óskar! Þetta er satt og var sú gamla látin smakka á drykknum enda bruggarar óþolinmóðir að fá að setjast að drykkju.Ef að það fréttist ekki af láti hennar daginn eftir að sendingin barst henni var óhætt að byrja að sumbla yellyell

Ragna Birgisdóttir, 3.8.2016 kl. 22:58

8 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

P.S. Hún var það sem kallast í dag V'INSMAKKARI innocent

Ragna Birgisdóttir, 3.8.2016 kl. 22:59

9 identicon

Og Ómar, sementspokinn var 50 kg. Í dag gæti hámarksþyngd pokans verið þetta 25 kg, samkvæmt reglugerð sem EU setti fyrir mörgum árum. Maður var búinn að lyfta þeim nokkrum bæði í uppskipun og í byggingarvinnu. Uppskipun á kolum var líka erfiðisvinna og maður spýtti svörtu á margar vikur. En mikið var nú saltfiskurinn og saltkjötið gott, svo ekki sé minnst á súrmatinn. En það voru líka þeir sterkustu sem lifðu af, Darwin vissi hvað hann söng.

Kveðja til þín Óskar Helgi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.8.2016 kl. 23:02

10 identicon

Athyglisvert Steini.

Þó væri fróðlegt að þú settir þetta upp fyrir alla daga ársins.  

Að vísu 365 færslur en það væri bara gott og upplýsandi.

immalimm (IP-tala skráð) 3.8.2016 kl. 23:03

11 identicon

Sæl: sem fyrr - og jafnan !

Ragna !

Líkast til: enda, .... skv. tíðaranda þeirra tíma gárunga, Ragna mín.

Haukur fornvinur Kristinsson !

Þakka þér fyrir - ekki síður, ágæti drengur.

immalimm !

Steini: á til góða og frísklega spretti, þegar svo ber undir.

Ekki síðri kveðjur - öðrum, og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.8.2016 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband