Hvað gerðist í Keflavík 19. nóvember 1974? Eitthvað allt annað en sagt er?

Fjarvistarsannanir eru þekkt fyrirbæri í sakamálum. Tengd frétt á mbl.is greinir frá einhverri pottþéttustu fjarvistarsönnun sem hugsast getur, þ. e. að hinn ákærði sitji í fangelsi þegar meint brot hans eru framin. 

Geirfinnsmálið lifir enn. Hvað gerðist í Keflavík 19. nóvember? 

Hin opinbera lýsing á því var birt í dómum yfir sakborningunum í málinu, en raunar voru fleiri en ein misvísandi lýsingar á því birtar opinberlega og sagðar byggðar á játningum sakborninga. 

Nú hefur umræðan um þetta blossað upp einu sinni enn í aðdraganda þess að svonefnd endurupptökunefnd taki ákvörðun um það hvort taka skuli málið upp að nýju eða ekki. 

Jón Daníelsson blaðamaður hefur burstað rykið af gömlum gögnum, sem benda til þess að Sævar Ciesielski hafi ekki verið í Kaflavík kvöldið sem Geirfinnur hvarf, hann hafi fjarvistarsönnun. Bók hans um þetta er væntanleg í september að því að sagt er. 

Spurningin lifir því enn: Hvað gerðist? 

Það gæti verið eitthvað allt annað en tekið hefur verið sem gild frásögn. 

Sé svo, hafa jafnvel verið til frásagnar um það allt aðrir en látnir voru játa á sig að hafa banað Geirfinni.

Hugsanlega er sagan allt önnur og einhverjir á lífi sem búa yfir vitneskju um hana. 

Hverjir eru þeir?  Er hugsanlega til svar við því og það miklu fyllra og trúverðugra svar en sú frásögn, sem hingað til hefur verið haldið fram?  Jafnvel næstu daga? Og að það verði gefnar út tvær bækur en ekki ein um málið nú síðsumars_


mbl.is Fanga refsað fyrir brot löggunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti eins segja að Jón Daníelsson blaðamaður hafi burstað rykið af gömlum gögnum sem benda til þess að Sævar Ciesielski hafi fylgst með fréttum og lesið Vísi. Á þessum tíma var ekki hægt að fara á netið og sækja nýjar myndir fyrir hvern þátt. Þær fréttamyndir sem voru til á fréttastofu voru notaðar. Fjallað hafði verið um vínhneykslið bæði í blöðum og sjónvarpsfréttum. Og efni þáttarins kom fram í Vísi þennan dag. Hafi einhver horft á sjónvarpsfréttir og lesið blöðin hefði hann vel getað lýst innihaldi þáttarins án þess að hafa séð hann. Að horfa framhjá því bendir til þess að fréttamaðurinn sé að stunda eitthvað annað en vandaða fréttamennsku.

Davíð12 (IP-tala skráð) 4.8.2016 kl. 19:28

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er rétt athugað. Það leið það langur tími frá því að Geirfinnur hvarf þar til Sævar var handtekinn, að ýmislegt gat gerst á þeim tíma. Setjum sem svo, að Sævar hafi verið að verki 19. nóvember, vitað upp á sig skömmina og viljað búa yfir fjarvistarsönnun strax til að vera viðbúinn því að böndin bærust að honum. 

Á þessu leikur efi, en það sem er áberandi við allan málatilbúnað lögreglunnar og dómsvaldsins er að þverbrotin er meginregla vestræns réttarfars þess efnis að allur vafi skuli túlkaður sakborningi í vil, gagnvart þeim, sem átti að negla og sakfella, en réttilega túlkaður í sakborningi í hag sem ekki brotnaði við yfirheyrslur. 

Ómar Ragnarsson, 4.8.2016 kl. 20:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hefur ekki verið sannað að Guðmundur og Geirfinnur séu dauðir.

Komi þeir fram á sjónarsviðið sprelllifandi gapa nafnleysingjarnir að sjálfsögðu:

"Hæstaréttardómurinn stendur! Þeir sakfelldu í málinu eru því sekir!"

Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 20:46

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins eru allir saklausir, þar sem sekt þeirra hefur ekki verið sönnuð.

Og á þeim voru framin gróf mannréttindabrot.

"Rétturinn til réttlátra réttarhalda byggir á mörgu, eins og því hvernig sönnunargögnin eru kynnt, hegðun réttarmeðlima, almennings og fjölmiðla."

"Að vera álitinn saklaus þar til sekt er sönnuð.

Réttur þessi byggir á því að dómarar gæti þess að fordómar hafi ekki áhrif á úrskurð þeirra. Þetta á einnig við um aðra opinbera starfsmenn.

Í þessu felst að opinber yfirvöld, sérstaklega lögregla og saksóknarar, láti ekki í ljós skoðanir sínar á sakhæfi sakbornings fyrr en að réttarhöldum loknum.

Jafnframt felur rétturinn í sér að yfirvöldum beri skylda til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar eða valdamiklir hópar í samfélaginu hafi áhrif á framvindu málsins."

Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi - Ýmis mannréttindi

Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 20:48

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þegar um er að ræða sakamál er lögð rík áhersla á það sjónarmið að dómur sé byggður á réttum forsendum, þannig að saklaus maður verði ekki dæmdur fyrir brot sem hann hefur ekki framið."

"Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu skal maður, sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi, talinn saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð."

Um lög og rétt. - Réttarfar, Eiríkur Tómasson, 2. útg., bls. 202-204.

Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 20:49

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.9.1976:

"Karl Schütz kom hingað til lands fyrir nokkrum vikum að ósk ríkisstjórnarinnar í þeim tilgangi að veita aðstoð við rannsókn Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins."

Alþýðublaðið 15.9.1976


Ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar 1974-1978

Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 20:49

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Karl Schütz var að eigin sögn sérfræðingur í að "vernda æðstu ráðamenn Sambandslýðveldisins og upplýsa mál sem vörðuðu öryggi ríkisins".

Þegar hann var farinn af landi brott lýsti hann því yfir í viðtali við þýskt síðdegisblað að meðferð gæsluvarðhaldsfanganna hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafi bjargað íslensku ríkisstjórninni."

Hliðverðir dómsmorðs? - Greinasafn Sigurfreys

Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 20:51

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Endurupptaka dómsmáls - 1. Það þegar mál er tekið til nýrrar meðferðar eftir að dæmt hefur verið í því."

Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.

Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 20:52

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2016:

"Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segist lesa út úr dómi Hæstaréttar í gær að hvorki löggjafinn né endurupptökunefnd geti hreyft við gildi dóms sem hefur fallið.

Einnig að þegar endurupptökunefnd meti hvort mál skuli endurupptekið þurfi viss skilyrði að vera fyrir hendi, til dæmis að komið hafi fram ný gögn og svo framvegis.

Hæstiréttur áskilur sér alltaf endanlegt mat á því hvort slík skilyrði hafi verið fyrir hendi."

Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 20:54

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2016:

"Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur að endurskoða þurfi lög um endurupptökunefndina.

Hugsanlegt sé að styrkja nefndina með ýmsum hætti.

"Ein aðferðin er sú að gera endurupptökunefnd að dómstól," segir Stefán Már."

Þorsteinn Briem, 4.8.2016 kl. 20:55

12 identicon

Fólk þarf að vera nokkuð kaldrifjað til þess að æfa og samhæfa ljúgvitni til að kom saklaus fólki (hálfbróðir) í fangelsi.

Hversvegna voru það samantekin ráð hjá þessu fólki að reyna beina athyglinni annað með að ásaka þrjá saklausa menn um að hafa myrt Geirfinn?

Grímur (IP-tala skráð) 4.8.2016 kl. 22:31

13 identicon

Þetta er svipað dæmi og morðið á Olof Palme í svíþjóð.  Lögreglan þar tók sig til, og elti einhvern "aulan" (eyturlyfjasjúkling) upp, til að "hengja" á hann glæpinn.  Og það sem fylgir á eftir, er endalausar ævintýrasögur ... sem hafa ekkert annað markmið, en að "flækja" málið og gera "ókleift" að leysa það.

Þar með eiga menn að vita fyrir, að ef "lögreglan" hagar sér þannig, er hún sjálf blönduð í málið ... beint, eða óbeint.  Eða einhver annar "hátt" settur, sem þeir eru að hlífa.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.8.2016 kl. 22:42

14 identicon

Málið fór í gegnum tvö dómsstig og nokkra dómara. Ekkert bendir til þess að dómarar hafi efast eða ekki látið sakborninga njóta vafans. Það er nefnilega vafi dómara sem skiptir máli en ekki leikmanna, þinn og minn. Sakborningur gæti sagst hafa verið brottnuminn af geimverum þetta kvöld og því ekki á jörðinni. Ekki er ólíklegt að finna megi einhverja sem mundu trúa því og efast um annað. Sá efi skiptir engu máli og er ekki "get out of jail free" kort.

Davíð12 (IP-tala skráð) 4.8.2016 kl. 22:48

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 þÐa er næu það sem er svo ámælisvert í meðferð málsins á sínum tíma, þ.á.m. dómara.  Skortur á efa.  Algjör skortur á efa.    Augljóst er að eðlilegt dómsvald hefði highlightað efann ef allt hefði verið með felldu.  Efinn öskrar allstaðar á mann út í gegnum málið!

Því miður brást kerfið.  Bara sorry.  Þetta er alveg hrikalegur brestur í inframstrúktúr.  Klína bara morðum á ungmenni án sannana.  Og ríkið og allur infrastrúktúr samfélags stendur fyrir því!  Náttúrulega alveg hroðalegt.  Og þetta er bara örstutt síðan.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.8.2016 kl. 23:23

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta með geimverurnar er fráleitt og út í hött. 

Ómar Ragnarsson, 4.8.2016 kl. 23:56

17 identicon

Þetta með geimverurnar er mjög líklega fráleitt og út í hött, en samt ekki meira en svo að það er enginn skortur á fólki sem væri tilbúið til að trúa því og telja það sönnun.

Hverju þú trúir í þessu máli skapar ekki þann vafa sem lögin fjalla um. Það hverju hægt er að fá fólk til að trúa skapar ekki þann vafa sem dómstólar þurfa til að sleppa sakborningum. Sá vafi verður aðeins til við mat dómara á málsgögnum.

Davíð12 (IP-tala skráð) 5.8.2016 kl. 00:20

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er auðvitað það fyrsta atriði við hvarfið í Keflavík á sínum tíma, - að það liggur ekkert fyrir að hvarfið hafi borið að með saknæmum hætti.  

Það er líka svo eftirtektarvert.  Þ.e. hve veikar röksemdir voru fyrir því upphaflega að hvarfið hafi borið að með saknæmum hætti. 

Samt var eins og menn gæfu sér 100% að saknæmt athæfi hafi átt sér stað og allt málið hangir síðan saman á svo veikum forsendum i framhaldinu eða meðferð löggu og dómsvalda.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.8.2016 kl. 14:39

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Á þessum tíma var svokallað ,,Spíramál" mjög í umræðunni.

Það er náttúrulega erfitt fyrir aðila sem muna ekki eftir þessum tímum að setja sig inní dæmið.

Að öll meðhöndlun áfengis var með öðrum hætti þá en nú.  Svokallaðir skemmtistaðir þar sem selt var vín voru fáir.

Almennt var því trúað, að á þeim stöðum, þ.e. skemmtistöðum, væri allt gegnsósa í svindli og spillingu og þ.á.m. að selt væri þar smyglað vín og lágu suðurnesjamenn talsvert undir grun og tengdist það oft Vellinum og því áliti að þar væri allt vaðandi í braski og spillingu.

Fljótlega fer löggan eða rannsóknaraðilar, að setja samasem merki milli hvarfsins og Spíramálsins.  Þ.e. að hvarfið tengdist smyfli á brennivíni.  Kössum átti að vera fleygt úr skipum langt frá landi við dufl og trillur notaðar til að sækja að næturlagi.

Allt hið æsilegasta og ævintýranlegasta.

Við þetta meginþema hélt löggan og rannsóknaraðilar sig alveg ótrúlega lengi.  Jafnvel þó ekkert haldfast væri í hendi.  Bara getgátur og orðrómur, beisiklí kjaftasögur.

Var svo skrítið þjóðfélagið þarna.  Sér í lagi ef haft er í huga að um 1970 voru miklu færri innbyggjar en núna.  Nánast allir þekktust einhvernvegin.  Samt átti að vera stórfellt svindlbrask bakvið tjödin, morð og ég veit ekki hvað og hvað.

Aldrei nokkurntíman, aldrei á neinu stigi málsins, fannst nokkuð sem tengdi Geirfinn við spírasmygl eða vafasamt athæfi á nokkurn hátt.

Samt heldur löggan alltaf í það þema.

Algjörlega með ólíkindum þetta mál.

Og að yfirvöld vilji ekki og neiti bara að horfast í augu við mistök kerfisins, - þetta er alveg eyðandi fyrir samfélagið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.8.2016 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband