Sjálfskaparvíti að mestu.

Málin, sem nú er eftir að afgreiða, svo að Framsóknarflokkurinn telji sig geta farið í kosningar með sæmilegan afrakstur kjörtímabilsins, eru flest þess eðlis, að ekki er hægt að kenna stjórnarandstöðunni um það hve aftarlega þau eru á merinni. 

Verðtryggingin, aflétting hafta, húsnæðisfrumvörp, búvörusamningur og fleiri mál eru dæmigerð fyrir það að þau hafa einfaldlega tafist vegna mismunandi sjónarmiða innan stjórnarflokkanna sjálfra og velkst þing eftir þing í meðförum stjórnarliða. 

Staðan er að mestu sjálfskaparvíti stjórnarflokkanna og ekki hægt að sjá að þau hefðu farið mikið lengra ef kosningar hefðu orðið næsta vor. 


mbl.is Segir Framsókn í tímaþröng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steinn Steinarr:

Það var eitt sinn hundur, horaður, ljótur
og húsbóndalaus að flækjast í borginni,
svo aumur og vesæll og enginn, sem þekkt' hann,
og ekkert, sem veitt' honum huggun í sorginni.

Svo dó hann úr sulti seinni part vetrar,
það var sjálfsagt réttmætt og skynsamlegt af honum,
fyrst heimurinn smáð' hann. - Og hafandi glatað
þeim húsbónda, sem að forsjónin gaf honum.

Sú þraut var að sjálfsögðu þung fyrir hundinn,
en þetta var sjálfskaparvíti hjá honum,
er hann ákvað einn laugardag síðla sumars
að svíkja sinn herra og strjúka frá honum.

Ég ætl' ekki að dæma né áfellast hundinn,
þeir eru svo margir, sem ginu við flugunni,
og lögðust í flæking og hæddu sinn herra,
uns heimurinn lokaði síðustu smugunni.

Þorsteinn Briem, 15.8.2016 kl. 09:44

2 identicon

Hafa ekki stjórnarandstöðuflokkarnir hótað málþófi, ef ekki verður kosið í haust?

Verði þeim að góðu. Samfylkingin örflokkur og VG verða að reyna að sameinast með lambaspörðunum sem eru dreifð um allan vinstri vænginn.

Sjálfstæðisflokkurinn mun tapa miklu fylgi og framsókn situr uppi sem sigurvegari.

Þetta er pólutíska munstrið í landinu núna!

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.8.2016 kl. 12:24

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ósköp mikil eru hér. 

Á mér hárin rísa,

því að þetta emdemi´er

öfugmælavísa.  

Ómar Ragnarsson, 15.8.2016 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband