Gömlu stolti Breta er misboðið með EES-samningi.

Heimsveldi Breta hrundi í raun eftir lok Seinni heimsstyrjaldarinnar, þótt Breska samveldið lifi enn. 

Öll saga Breta mótast af þeirri staðreynd, að Ermasund skilur að Bretlandseyjar og meginlandið, orrustan við Hastings, Flotinn ósigrandi, flóttinn frá Dunkirk, Orrustan um Bretland, - allt eru þetta stór nöfn í sögu landsins. 

Staða Noregs og Íslands varðandi aðild að EES-samningnum var allt önnur, staða tveggja smáríkja sem áttu gríðarlega mikið undir því á sínum tíma og eignast aðgang að frjálsu flæði fjármagns og vinnuafls og tollaríðindum, sem EES veitir. 

En með því að skuldbinda sig til að taka við flóði tilskipana frá ESB án þess að geta haft nokkur áhrif á þær var afsal ríkisvalds það mikið með þessum samningi, að hefði stjórnarskrá stjórnlagaráðs verið í gildi, hefði orðið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn. 

Stórveldishugsun Breta er enn svo grunnmúruð í þjóðarvitund þeirra, að óhugsandi er að þeir fari að breyta úr því að geta þó haft einhver áhrif á tilskipanir frá Brussel yfir í það að taka við þeim án möguleika á því að vera með í ráðum. 


mbl.is Vilja fríverslun frekar en EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband