Virtist vonlaust og galið í upphafi en lifir samt 30 árum síðar.

Ég hygg að það hafi verið nokkuð almenn skoðun þegar stöð 2 var stofnuð fyrir þremur áratugum, að það væri alveg vonlaust og galið fyrirtæki. 

Okkar örsmái markaður bæri ekki tvær sjónvarpsstöðvar. 

Stöðin fór reyndar á hausinn rúmum þremur árum síðar og gjaldþrotin og eigendaskiptin urðu fleiri. 

En alltaf lifði þetta ótrúlega fífldirskulega fyrirtæki, og stórhugur stofnenda Stöðvar 2 sýndi að þeir hlutu að hafa haft rétt fyrir sér, annars hefði það ekki hjarað og fengið framhaldslíf. 

Og kannski var þetta ekki svona vonlaust, vegna þess að menn hafa skynjað mikilvægi fjölbreyttrar fjölmiðlunar og að tilvist fjölmiðla utan ríkiseignar er afar mikilvæg á svo marga lund. 

Nú herja erlendir ljósvakamiðlar af nýju tagi og fjarskiptaþjónusta á innlenda miðla. 

Það hefði átt að vera búið að bregðast fyrr við með því, til dæmis með því að létta gjöldum af íslensku miðlunum, sem hinir erlendu sleppa við að borga. 

Það er engin lausn að veikja RÚV. Þvert á móti hefur mikilvægi þess miðils sem kjölfestu og tryggingu fyrir viðgang íslenskrar menningar aldrei verið meiri. 


mbl.is Kaupa ljós- og fjarskiptahluta 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Top 10 CO2 emitters

Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 03:54

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Top 10 CO2 emitters

Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 04:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband