Bakslag, eins og 1930?

Síðsumars 1929 virtist flest stefna á þann veg hjá þjóðum heims, að þær væru að jafna sig af eftirköstum heimsstyrjaldarinnar 1914-18. 

Árangur svonefndra Locarno-samninga 1925, þar sem forystumenn Breta, Frakka og Þjóðverja stillltu saman strengi og náðu samkomulagi um vesturlandamæri Þýskalands, inngöngu Þjóðverja í Þjóðabandalagið og fleiri atriði, var að koma í ljós, skárri sambúð þjóða, uppgangur hjá iðnaðarþjóðum og aukin bjartsýni á framtíðina. 

Miklar tækniframfarir og atburðir á borð við einflug Lindbergs yfir Atlantshafið voru uppörvandi. 

Gríðarlegur uppgangur á öllum sviðum í Bandaríkjunum hafði jákvæð áhrif langt út fyrir landamæra þess lands. 

En á einum októberdegi 1929 kom óvænt bakslag, þetta hrundi til grunna í verðbréfahruninu í Wall Street og í hönd fór tíu ára löng kreppa, sem hafði hræðileg áhrif á efnahag allra þjóða, einkum iðnaðarþjóðanna. 

Eitt af einkennunum var, að í stað frjálsrar verslunar og millilandaviðskipta, færðust þau hratt í far aukinna hafta, tolla, þjóðernishyggju í stað alþjóðahyggju og vaxandi ýfinga á milli þjóða.

Japanir urðu fyrstir til að beita afmörkuðum hernaði 1931, Ítalir í Abbessíníu (Eþíópiu) og spánskir fasistar, (falangistar) í borgarastyrjöld 1936-39.

1937 réðust Japanir inn í Kína, Ítalir inn í Albaníu vorið 1939, og síðar það ár hófst Seinni heimsstyrjöldin.  

Höftin hér á Íslandi færðu okkur að vísu ótrúlega fjölbreyttan iðnðað heima fyrir í skjóli tollverndar, og svipað gerðist víða erlendis, en áratug eftir styrjöldina komust menn að þeirri niðurstöðu að í heildina var það skaðlegt, að vörur væru ekki framleiddar þar, sem það væri hagstæðast.

Nú virðist vera að koma bakslag í verkaskiptinguna í alþjóðaviðskiptunum sem fært hefur hundruðum bláfátæks fólks í þróunarlöndunum kjarabætur vegna dreifingar framleiðslunnar, því að stjórnmálamenn og öfl, sem nærast á óánægju hinna tekjulágu á Vesturlöndum, njóta nú vaxandi fylgis.

Af þeim meiði er velgengni Donalds Trumps sprottin, og fylgi boðbera meiri innbyrðis tekjudreifingar, bæði til vinstri og hægri, svo sem Bernie Sanders, skýrist líka að hluta til af þessu.    

 


mbl.is Mótmæltu fríverslun við Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Barack Obama ásamt leiðtogum Norðurlandanna að loknum fundi þeirra í Stokkhólmi í gærkvöldi. Ef grannt er skoðað sést að Sigmundur Davíð er í ósamstæðum skóm og klæðist Nike skóm á vinstri fæti.

Þorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband