Fjöldi fordæma um framboð gegn sitjandi formönnum.

Listinn yfir dramatísk framboð gegn sitjandi formönnum í íslenskum stjórnmálaflokkum er langur. 

Hinn kornungi Hermann Jónasson skoraði Tryggva Þórhallsson, sem verið hafði forsætisráðherra 1927-1931, á hólm í Alþingiskosningunum í Strandasýslu 1934, hafði betur og settist sjálfur í stól forsætisráðherra næstu átta árin. 

1944 varð sjálfur stjórnmálamaður aldarinnar að margra mati, Jónas Jónsson frá Hriflu, að sæta því að hrökklast úr formannsembætti flokkssins. 

Eftir að Stefán Jóhann Stefánsson hafði verið formaður Alþýðuflokksins í um 15 ár, þar af forsætisráðherra 1947-49, gerði Hannibal Valdimarsson hallarbyltingu í flokknum, sem að vísu endist skammt. 

Sama gerði sonur hans, Jón Baldvin, þremur áratugum síðar, þegar Kjartan Jóhannsson var formaður, og við tók ráðherradómur Jóns Baldvins 1987-1994. 

Davíð Oddsson bauð sig fram gegn Þorsteini Pálssyni, sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, 1991, og felldi hann í frægu einvígi. 

Enn í dag, aldarfjórðungi síðar, eimir eftir af þeim flokkadráttum þar í flokki. 


mbl.is Varfærnisleg viðbrögð þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar samlíkingar eru hæpnar, því þessi staða hjá Framsókn hefði aldrei átt að koma upp. Í öllum lýðræðisríkjum hefði maður eins og Sigmundur Davíð verið dæmdur úr leik, hann hefði strax orðið að segja af sér. Hann reyndi að fela það fyrir þjóðinni að hann hefði hagsmunatengingar við þrotabú föllnu bankanna. Auk þess stelur hann undan skatti með því að fela seðlana sína á Tortóla. Þá lýgur í beinni útsendingu í stjórnarráðinu og verður sér ekki aðeins til minnkunar og að athlægi um allan heim, heldur þjóðinni til skammar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.9.2016 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband