Á ekki að þurfa að koma á óvart.

Loft er lævi blandið á flokksþingi Framsóknarflokksins og því ætti það ekki að koma á óvart þótt útsending hafi verið rofin eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu sína, áður en Sigurður Ingi Jóhansson forsætisráðherra hóf sína ræðu sína þar, þannig að ekkert af henni var sent út. 

Var þó um að ræða yfirlitsræðu um það hvernig tókst að bjarga stjórnarsamstarfinu í horn eftir sneypuför Sigmundar Davíðs á fund forseta Íslands til Bessataða 5. apríl, en sú för fól í sér að SDG vildi fá vopn í hendur til þess að nota í pólitískri aflraunakeppni við samstarfsflokkinn eftir að farið var á bak við bæði þingflokk hans og þingflokk Sigmundar Davíðs sjálfs. 

Hver sem orsök rofs útsendingarinnar var liggur fyrir að aðeins annar aðilinn gat komið sjónarmiðum sínum á framfæri í útsendingunni, sem að sjálfsögðu varðaði ekki aðeins þá sem styðja flokkinn utan flokksþingsins, heldur þjóðina alla, ekki síst af því að um núverandi forsætisráðherra hennar er að ræða. 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir leggur áherslu á það í málflutningi sínum að mikilsvert sé að Framsóknarflokkurinn verði aðili að næstu ríkisstjórn, hvernig sem hún verði skipuð. 

Erfitt er að sjá merki þess að stefnt sé að því með þeim aðförum, sem nú eru í gangi. 


mbl.is Klippt á útsendinguna eftir Sigmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Vinnubrögðin þarna innanbúðar er á við góðan farsa.

Ragna Birgisdóttir, 1.10.2016 kl. 15:12

2 identicon

Þetta minnir nú frekar á einhverja hryllingsmynd.  Keðjusagarmorðingi sem byrjar á því að kippa símanum úr sambandi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 16:21

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Og farsanum stjórna SDG og aðstoðarmaður hans, sem þóttist ekkert vita afhverju var klipt á útsendingu eftir ræðu SDG, þvílíkar lygar.

Hjörtur Herbertsson, 1.10.2016 kl. 16:23

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það kemur á óvart að fullorðið fólk, fólk sem vill láta taka sig alvarlega, skuli koma með blammeringar um að SDG standi að baki því að útsending slitnaði. Engum kemur slíkt verr en einmitt SDG.

Þegar ræður þessara tveggja manna eru skoðaðar má sjá að meðan SDG flytur boðskap sameiningar innan flokksins, var enga sátt að finna í ræðu SIJ, þvert á móti!

EF og aftur EF, slitin á útsendingunni verið gerð að yfirlögðu ráði má mun frekar ætla einhverjum stuðningsmanni SIJ það athæfi, vitandi að ræða hans væri ekki til þess fallin að fylkja saman kjósendum Framsóknarflokks!!

Gunnar Heiðarsson, 1.10.2016 kl. 18:33

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta minnir á sögu sem ég heyrði einu sinni í gamla daga, af bónda útá landi sem var mikill framsóknarmaður.  Þetta var fyrir svo löngu að aðeins eitt útvarpstæki var á heimilinu.  Svo var útvarpað stjórnmálaumræðum og þóttu það mikil nýlunda og tilbreytni.

Síðan byrja umræðurnar og það voru miklu flrri flokkar en nú tíðkast.  Framsókn talar fyrst og setur húsbóndi eyrað vel uppað tækinu og hlustar grant og allir heimilsmeðlimir líka.

Síðan kom næsti flokkur, minnir Alþýðuflokkur, og þá stóð bóndi upp og slökkti á tækinu.

Umræðum lokið.

Fólkið fékk ekki að hlusta á annað en framsókn.

Og þetta er saga sem eg mat sem trúverðuga og heimildarmann trúverðugan.

Er soldið viðloðandi framsókn.  Þöggun.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2016 kl. 18:55

6 identicon

Hættu þessu rugli Gunnar.  Korter á móti klukkutíma.  Þetta er snarbilað lið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 19:05

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla ólíklegt að aðrir stjórnmálaflokkar vilji mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokknum eftir alþingiskosningarnar í þessum mánuði ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður áfram formaður flokksins.

Þorsteinn Briem, 1.10.2016 kl. 19:54

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það kæmi lítið á óvart þó framsóknarmenn, meirihlutinn, kysi SDG sem formann.  Meðvirknin virðist vera umtalsverð og meiri en maður ætlaði.  Þo er hugsanlegt að menn þori ekki að láta í ljós skoðun sína enda virðist SDG stjórna þarna með ótta og ógnunum.

En hitt er svo önnur umræða, að það hittir mann sérkennilega fyrir, að framsóknarmenn skuli þá vilja hrægamm sem formann.

Því maðurinn er hrægammur samkvæmt skilgreiningu hans sjálfs.  Hann var og er kröfuhafi í föllnu bankanna eða eiginkona, fjölskylda.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2016 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband