Hverjir hafa verið varðhundar kennitöluflakksins?

Karl Garðarsson Alþingismaður lagði fram frumvarp um að taka í alvöru á því skaðræði sem kennitöluflakkið er, en frumvarpið féll í grýtta jörð hjá viðskiptaráðherra og Sjálfstæðisflokknum. 

Korteri fyrir kosningar segist Bjarni Benediktsson allt í einu vera andvígur kennitöluflakkinu. 

Um það gildir það sama og svo margt annað, sem lofað er þessa dagana, að það voru næg tækifæri til að aðhafast í málinu löngu fyrr, og því augljóst, að ekki er meira að marka loforðin nú en þau sem svikin voru eftir kosningarnar 2013.  


mbl.is Boðar skýrslu um umfang aflandsfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Karl Garðarsson Alþingismaður lagði fram frumvarp sem var aðallega lýðskrum, skaðlegt atvinnuvegunum og tók ekki á kennitöluflakkinu. Menn voru tregir til að leggja kvaðir, kostnað og vandræði á 1000 saklausa til að hægja lítillega á einum sekum. Það er ekki gott þegar lækningin er skaðlegri en sjúkdómurinn.

Hábeinn (IP-tala skráð) 11.10.2016 kl. 00:43

2 identicon

Ef fyrirtæki geta skipt um kennitölu þá ættu einstaklingar að geta skipt um kennitölu. En annars burt með þessa þjóðaríþrótt íslendinga sem kennitöluflakkið er, ekkert eðlilegt að það sé við líði.

Margrét (IP-tala skráð) 11.10.2016 kl. 07:24

3 identicon

Hvernig væri að byrja á því að taka úr gildi allar þær kennitölur sem liggja í skuffum endurskoðunarfyrirtækja og lögfræðiskrifstofa um allt land !

Hvers vegna liggja þessar ónotuðu kennitölur hjá þessum fyrirtækjum  ?

Jón (IP-tala skráð) 11.10.2016 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband