Er heitið tvíþekja svona vont heiti?

Eftir að heitið tvíþekja hefur verið notað yfir fyrirbæri, sem á ensku kallast biplane, í næstum heila öld, ber svo við að allt í einu er farið að tala um tvívængju. 

Það fellur þó ekki undir áhrif úr ensku eins og lenska er hér, því að ekki er minnst á væng í enska heitinu. 

Því yrði útrýming hins ágæta heitis tvíþekja illskiljanleg. 

Nú þegar er skipulega verið að útrýma heitunum skólasystkin, skólafélagi, skólabróðir, skólasystir, bekkjarsystkin, bekkjarfélagi, bekkjarsystir, bekkjarbróðir og sessunautur, alls níu ágætum orðum, með því að taka upp heitið samnemandi, sem er ekki einasta alveg óþarft orð, heldur getur misskilist, því að kennarar eru þá með samnemendur sína. 

Það kann að vera dýpri skýring á tilurð þessara nýju orða en frjór sköpunarmáttur blaðamanna, og sú skýring er vonandi ekki sú rétta, sem sé, að það vanti í orðaforða þeirra og að þeir bjargi sér með því að búa til eigin heiti. 

En grunurinn varðandi ástæðuna fyrir þessu fer vaxandi. 


mbl.is Fljúga tvívængjum yfir alla Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Engin spurning Ómar, að þetta er, eins og þú segir eða ýjar að, ómenntað lið, ungt og án yfirlesturs hæfra íslenskumælandi yfirmanna. - Gjörsamlega óþolandi að sjá íslensku sem og íslenskum nýyrðum (sem eru föst og löngu komin í málið)fara fækkandi og enginn virðist geta tekið í taumana. - Er þetta hnignandi menntunarstigið er er verið að tala um ? - Er þetta birtingarmynd þess ? - Þarf ekki að gera eitthvað í þessu ? - Það er ömurlegt að sjá skrif (ef skrif skyldu kallast) ungs fólks í dag í "bloggum" og svo ekki sé talað um Facebook þar sem skrif / málfar virðist vera verra en 3ja heims á köflum og málvillur, stafsetningar, rugl-styttingar og almenn heimska í íslensku máli ræður ríkjum ávirðingarlaust. Maður á gott að hafa farið í almennilega skóla á lifsleiðinni þar sem allt var lagt undir til að nemendur kæmust skrifandi og talandi út í lífið. - Ég held að þetta sé í dag, kynslóða -og foreldravandamál.   

Már Elíson, 11.10.2016 kl. 21:25

2 identicon

Tvívængja eða tvíþekja. Nú hefur þú val. Það þýðir ekki að öðru orðinu sé útrýmt. Íslenskan væri fátæk ef ekki mætti búa til orð og aðeins væri til eitt orð yfir snjó. 

Hvernig er réttara að kalla óskylda aðila bræður eða systur frekar en samlanda, samnemendur eða samverkamenn?

Tungumálið hefur einn tilgang, og hann er ekki sá að vera steinrunnin forngripur óbreyttur frá æsku Ómars.

Hábeinn (IP-tala skráð) 11.10.2016 kl. 21:49

3 identicon

Sæll Ómar.

Seinni hluti orðsins -þekja
er meiningarlaust í huga þess sem
ekki hefur vanist notkun þess og
því er gripið til einföldunar.

Ný kynslóð býr sér að verulegum hluta
sinn eigin heim á flestum sviðum og
tileinkar sér þann hugarheim með eigin orðum.

Þannig gengur þetta fram og aftur blindgötuna
og í hringi og gamla stellið verður bara að taka því!!

Húsari. (IP-tala skráð) 11.10.2016 kl. 21:50

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jú það má berja hana augum!!

Eyjólfur Jónsson, 11.10.2016 kl. 22:13

5 identicon

Bekkjafélagi/bródir/systir gaeti verid samnemandi.

En ef thú kemur úr odrum bekk

hlýtur thú ad vera skólabródir/systir/félagi.

Til hvers ad vera ad kenna íslensku í skólum ef

naegir ad búa til sín eigin ord af thví ad madur hefur

ekki hugmynd um eda vanist odrum ordum..??

Med sama framhaldi getur fólk ekki tjád sig vegna thess ad

hver og einn leggur mismunandi skilning á ord og

heiti.

Ekki beint gaefulegt eda gáfulegt.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 12.10.2016 kl. 07:35

6 Smámynd: Már Elíson

Alveg sama hvað "hábeinn" reynir að vera á móti og búa til skæting sem endra nær. - Þetta kemur ekkert við æsku eða aldri síðuhafa. Þarna er einfaldlega verið að fela sig bakvið vankunnáttu, vanþekkingu og ORÐAFÁTÆTÆKT, og reynt að skæla til fullgóð orð af heimskunni einni saman. - Svokallaður "hábeinn" huldumaður veit það, en vill vera með stæla og skæting í sífellu. Menn sjá í gegnum það. "HÚSARI" Seinni hluti orðsins -þekja 

er meiningarlaust í huga þess sem 
ekki hefur vanist notkun þess og 

því er gripið til einföldunar". - Það er ákkúrat það sem komið hefur fram. Meiningarlaust í huga þýðir að vita ekki. - Þegar þú ert búinn að mála þig út í horn í þekkingu og visku þá reynirðu að klóra þig út úr því og grípur til einföldunar og reynir að búa til. Það er klúður.

Már Elíson, 12.10.2016 kl. 08:13

7 identicon

Már! Málið er í sífelldri mótun
og þar á sér stað þróun sem ég reikna með
að hvorugur vilji sjá en fáum þó ekkert við
ráðið.

Í seinni tíð eru þessar málvillur algengastar:

Ofnotkun nafnháttar er fólgin í því að
skjóta inn nafnhætti þar sem hann á ekki við:

Ég er ekki að skilja þetta. Ætti að vera:Ég skil þetta ekki.

Eignarfallshrap felst í því að eignarfalli er sleppt
en ætti þó að vera eftir orðanna hlóðan sbr. tvínefni:

Ég ætla til Unnar Sif. Ætti að vera: Ég ætla til Unnar Sifjar.

Geri ráð fyrir að þér þætti forvitnilegt að lesa þessa:
https://is.wikipedia.org/wiki/Listi_yfir_%C3%ADslenskar_stafsetningar-_og_m%C3%A1lfr%C3%A6%C3%B0ivillur

Svo eru pistlar Jóns G. Friðjónssonar um íslenskt mál
hrein gullnáma!

http://málfræði.is/pistlar.php

Húsari. (IP-tala skráð) 12.10.2016 kl. 09:43

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég held að þetta sé fyrst og fremst fjölmiðlavandamál, sem stafi af of mörgum kærulausum, eða sjálfsupphöfnum fréttamönnum sem halda að allt sem þeir búa til sé betra en það sem var. 

En líka getur verið að þetta stafi af of mörgum sjálfsupphöfnum óhæfum stjórnendum þeirra, nema hvortveggja sé.  Svona heilapest getur verið bráðsmitandi.   

Ef allatíð frá landnámi hefðu verið virkir svona ambögusmiðir hér uppi á íslandi, þá væri nú ekki mikið sem við skildum í menningar arfinum í dag.

Það má alveg velta því fyrir sér með drekaflugunna, er hún tvívængja eð fjórvængja, en ljóst er að hún ekki tvíþekja því hún hefur fjóra vængi hvern með sínu sjálfstæða drifi, en flugvél hefur stífa væng grind sem síðan er klædd,  þakin með dúk eða plötum, en ekki birgður.    

Hrólfur Þ Hraundal, 12.10.2016 kl. 10:24

9 Smámynd: Már Elíson

Rétt hjá þér, "húsari"...en það er annað mál.

Már Elíson, 12.10.2016 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband