Nýjar og stórhættulegar brautir.

Togstreita stórveldanna er að þróast út á nýjar og stórhættulegar brautir vegna nýrrar og breyttrar tækni á mörgum sviðum, einkum tölvutækni og þróunar nýrra og meðfærilegra vopna, sem skapa alveg nýja hernaðaraðstöðu.

Einkum eru ný og smærri kjarnorkuvopn áhyggjuefni og ávísun á slys og mistök, sem geta reynst miklu dýrkeyptari á okkar tímum en áður var.  

Vænisýki og tortryggni vaða uppi og spretta úr jarðvegi óvissu um getu og fyrirætlanir mótherjans. 

Afar litlu munaði 1983 að bilun í tölvukerfi og hugsanleg mistök í ákvarðanatöku í kjölfarið leiddi til gereyðingarstríðs. 

Á þessari bloggsíðu hefur ítrekað verið bent á undanfarin ár að þetta er óviðunandi ástand og skelfilegasta hættan sem steðjar að mannkyninu. 

 


mbl.is „Fordæmalausar“ hótanir Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við ætlum að drepa þig Pútín eins og Gaddafi.  Það eru skilaboðin.  Svona tala vonarstjörnur íslenskra vinstri manna sem settu íslenskan almenning í þrælahlekki og þykjast nú hafa áhyggjur af þrælahaldi í heiminum.  Hræsnin getur bókstaflega drepið fólk.   

https://www.youtube.com/watch?v=vqYJRc0TJkQ

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.10.2016 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband