Fáfengilegur samanburður.

Sá samanburður og leikur með tölum um þessar mundir, sem miðar að því að bera saman verk og árangur síðustu tveggja ríkisstjórna, er afar fáfengilegur vegna þess hve þessar tvær ríkisstjórnir hafa unnið við gerólíkar aðstæður. 

Engin ríkisstjórn síðan 1947 hefur tekið við eins öðrum eins vandamálum af völdum efnahagshruns og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Rústabjörgun er alveg ósambærileg við það að endursmíða hið brunna og flytja inn ný húsgögn.

Meginlínan er sú að á síðari hluta valdatíma hennar var efnahagsbati farinn af stað og núverandi ríkisstjórn hefur unnið úr honum. 

Ég man þegar stjórnir Stefáns Jóhanns Stefánssonar og Steingríms Steinþórssonar þurftu að vinna úr gríðarlegu áfalli eftir að Nýsköpunarstjórnin hafði eytt öllum stríðsgróðanum og gjaldeyrisforðanum á aéins rúmlega tveimur árum. 

Nýsköpunarstjórnin naut þess ljóma sem var við það að endurnýja fiskiskipaflotann og fleira og leyfa þjóðinni að njóta skammvinns góðæris. 

Stjórnirnar, sem tóku við, hafa hins vegar orðið að sætta sig við það orðspor sem hlaust af fádæma höftum, skorti og skömmtunum, sem fá ráðstafanirnar 2008-2010 til að blikna í samanburðinum. 


mbl.is „Við höfum farið rétt með“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, nú ætla ég að taka fram að seinastur manna mun ég gera lítið úr þeim vandamálum, sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms fékk í fangið og tek undir það sem þú segir um þau. Hinsvegar langar mig aðeins að auka við varðandi gjaldeyrissjóðinn, sem Nýsköpunarstjórnin svokallaða hefur verið marg skömmuð fyrir að eyða.
Margt af því sem gerðist bak við tjöldin á þeim tíma hefur fátt verið rætt um og ritað. Meðal annars má geta þess, að gjaldeyrissjóðirnir voru nær eingöngu í breskum peningastofnunum og breska ríkisstjórnin nánast frysti þær innstæður nema því aðeins að þeir peningar yrðu notaðir til að aðstoða við að koma breskum iðnaði í gang eftir stríðið. Þar af leiddi að Nýsköpunarstjórnin átti fárra kosta völ annarra en láta byggja togara. Þörfin var reyndar brýn, því flest okkar skárstu fiskiskip höfðu verið skotin niður og/eða eyðilögð í stríðinu og okkur því nauðsynlegt að koma flotanum aftur í gott horf. Sagt er að þetta ráðslag hafi verið sett sem skilyrði fyrir því að við fengum Marshall-aðstoðina svokölluðu. En kolabretinn byggði líka skip fyrir sjálfa sig og fjármögnuðu þá smíði m.a. með því að yfirverðleggja nýsmíðarnar fyrir Íslendinga. Svo þurftu þeir líka að hafa aðgang að fiskimiðum fyrir þessi skip og þeim þótti sjálfsagt að stórauka sókn sína á Íslandsmið, sem þeir þóttust eiga nánast einir. Þegar íslenskir stjórnmálamenn fóru hinsvegar að þoka landhelginni út í skrefum, brást herveldið illa við og með aðstoð annarra Vestur-Evrópuþjóða og reyndar Bandaríkjanna í raun einnig, þótt þeir reyndu að bera kápuna á báðum öxlum í því efni sem öðru, settu þeir viðskiptabann á Íslendinga. Þá varð okkur það þrautaráð eitt til úrlausnar að hefja vöruskiptaverslun við Austur-Evrópu og Sovétríkin, Sovétblokkina svokölluðu. Þessi styrjöld stóð eiginlega óslitið þar til samningar tókust um 200 mílurnar á sínum tíma, enda málið þá gjörtapað á alþjóðavettvangi fyrir UK. En áhrif þessara átaka - því ósvikin átök voru þetta - voru mikil á efnahag okkar. Við seldum okkar útflutningsvörur á undirverði í raun til Austurblokkarinnar og fengum greitt í lélegum varningi. Um þetta hefur satt að segja ekki verið fjallað opinberlega hér á landi, sem er stórmerkilegt.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 17:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er löng hefð fyrir viðskiptum við glæpamenn, til að mynda stóð íslensk saltsíld út úr eyrunum á sovésku og austur-þýsku nomenklatúrunni áratugum saman.

Fjöldinn allur af íslenskum sjávarbyggðum lifði á þessum viðskiptum og Akureyri var iðnaðarbær sem byggðist á viðskiptum við Sovétríkin, rétt eins og Álafoss í Mosfellssveit.

Og við Íslendingar voru jafn háðir viðskiptum við lönd austan Járntjalds og Finnar voru áratugum saman.

Íslendingar eru hins vegar margir hverjir enn í Nokia-gúmmístígvélunum en Rússar kaupa nú Nokia farsíma.

Í staðinn fyrir frystan þorsk og karfa, hundrað þúsund tunnur af saltsíld og hundrað þúsund trefla árlega til Sovétríkjanna fengum við Íslendingar bíla og stál, svo og olíu frá sovésku borginni Batumi.

Keflavík
byggðist á hinn bóginn á ótta Bandaríkjanna við Sovétríkin, sem skapaði mörg störf á Suðurnesjum.

Og ótti Breta við Þýskaland nasismans reif Íslendinga upp úr örbirgðinni, þó ekki gúmmístígvélunum.

Steini Briem, 16.11.2013

Þorsteinn Briem, 17.10.2016 kl. 19:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Atvinnulífið hér á Íslandi var mjög fábreytt og byggðist að miklu leyti á vöruskiptum við Sovétríkin, samkvæmt fimm ára áætlunum þeirra.

Íslenskar "samninga"nefndir um saltsíld héngu vikum saman í Moskvu en verðið var í raun ákveðið af Sovétmönnum.

Og íslenski viðskiptaráðherrann veitti upplýsingar um verðið þegar það lá fyrir.

Íslenska hagkerfið var því að miklu leyti kommúnískt.


Hundrað þúsund tunnur af saltsíld og hundrað þúsund treflar er gríðarlegt magn og því ljóst að ekki fékkst hátt verð fyrir hverja tunnu og hvern trefil, enda Sovétmenn ekki ríkir og Sovétríkin hrundu.

Þorsteinn Briem, 17.10.2016 kl. 19:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir "hægrimenn":

Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.

Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.

Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.

Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.

Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.

Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.

Þorsteinn Briem, 17.10.2016 kl. 19:26

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.11.2011:

"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.

Blái liturinn
táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"


Þorsteinn Briem, 17.10.2016 kl. 19:27

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn telur það væntanlega hægrisinnað að hækka matarskattinn.

Þorsteinn Briem, 17.10.2016 kl. 19:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."

Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn.

Þorsteinn Briem, 17.10.2016 kl. 19:32

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn vill að tollar á íslenskar sjávarafurðir verði nú felldir niður í Evrópusambandsríkjunum fyrir íslenska útgerðarmenn.

En flokkurinn vill að sjálfsögðu ekki að tollar á landbúnaðarvörur frá Evrópusambandsríkjunum verði felldir niður fyrir íslenska neytendur.

Þorsteinn Briem, 17.10.2016 kl. 19:33

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarstuðningur við landbúnað hér á Íslandi hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.

Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.

Steini Briem, 21.7.2010

Þorsteinn Briem, 17.10.2016 kl. 19:34

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fram­sókn­ar­menn hafi fram­kvæmt flest af því sem komið hafi fram í stefnu flokks­ins fyr­ir síðustu kosn­ing­ar ..."

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 17.10.2016 kl. 19:36

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 17.10.2016 kl. 19:41

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 17.10.2016 kl. 19:44

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 17.10.2016 kl. 19:45

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 17.10.2016 kl. 19:47

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 17.10.2016 kl. 19:48

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 17.10.2016 kl. 19:49

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar litið er yfir það, sem flutt var inn fyrir þennan mikla gjaldeyri, blasir við meira en tvöföldun bílaflotans á tveimur árum og flest voru það stórir amerískir bílar sem engin önnur Evrópuþjóð keypti. 

Íslendingar lifðu í öðrum heimi en nágrannaþjóðirnar, sem bjuggu við skort þegar frá stríðslokum eftir hörmungar og eyðingu stríðsins. 

Hér höfðu orðið mestu uppgrip í sögu þjóðarinnar og hlutfallslega langmestu uppgrip allrar íslenskrar sögu. 

Þáverandi stjórnarflokkar gerðu grín að því að einhver Framsóknarþingmaður hafði notað orðið "gums" yfir annan innflutning en til uppbyggingar skipaflotans. 

Það er aðeins hluti sannleikans að öll bestu fiskiskipin hafi verið skotin niður, því að flotinn allur var eftir kreppuna orðinn afgamall og úreltur. 

Ómar Ragnarsson, 18.10.2016 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband