Af hverju ekki "samferða" þjóðinni, launavísitalan grunnur, í umsjón óháðari aðila?

Mun skárri sátt væri í þjóðfélaginu um laun æðstu embættismanna, svo sem þingmanna, ráðherra og forseta Íslands, ef þau hækkuðu í takt við launavísitölu þannig að komist yrði hjá kollsteypum af því dagi sem enn eina ferðina hefur dunið á landsmönnum og vinnumarkaðnum. 

Kjararáði eða nýjum, óháðum aðila, sem ekki yrði eins mikill hluti af "elítunni" og oft hefur verið, yrði falið að fjalla um nánari útfærslur og meta breyttar aðstæður að öðru leyti, og líklegt er, að breytingar í samræmi við það yrðu hvergi nærri eins miklar og í eins stórum stökkum og verið hefur. 

Í samningum á vinnumarkaði eru ákvæði um hækkanir með mun styttra millibili en verið hefur í ákvörðunum Kjaradóms. 

Af hverju geta æðstu embættismenn ekki verið samferða þorra þjóðarinnar í þessum efnum?


mbl.is Ekki gott í prinsippinu að grípa inn í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fólk er úti á túni.  Sjáðu pistilinn sem Þórlindur Kjartansson skrifar í Fréttablaðið í dag.  Þar talar dæmigerð málpípa stjórnmálamanna.  Hann talar um nauðsyn þess að stjórnmálamenn beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum í pistli sem ber yfirskriftina Sumarliði er fullur.  Hann hikar ekki við að líkja Trump við fyllibyttu, það er stóri glæpurinn - og virðingin fyrir frambjóðandanum er engin.  Ekki eitt orð í pistlinum um árásarstefnu Bandaríkjana, birtingarmynd lýðræðisins um allan heim.  Bara innantóm orð um ljóta fulla kallinn.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.11.2016 kl. 12:31

2 identicon

Væri þá ekki rétt að þessum nýja óháða aðila yrði falið að úrskurða um laun forystumanna verkalýðshreyfingarinnar og lækka laun þeirra úr 1,5 til 2 milljónum á mánuði í laun þingmanna og forseta Alþingis? Varla þarf Gylfi Arnbjörnsson að vera með hærri laun en forseti Alþingis? Ekki fylgir því meiri ábyrgð.

 

Af hverju misbauð spekingnum Sigurði Bessasyni formanni Eflingar ekki þegar laun Ólafíu Rafnsdóttur formanns VR hækkuðu um 45% árið 2015 og annarra um tugi prósenta. Því setti það ekki allar forsendur kjarasamninga í uppnám og ógnaði stöðuleika í landinu? Svo mætir hann þóttafullur í fjölmiðla yfir lögnu tímabærri 44% hækkun alþingismanna.

 

Að lokum leyfi ég mér að vísa í stór fróðlegar umræður um þessi má á Moggabloggi G. Tómasar Gunnarssonar [http://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/2183671/].

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 4.11.2016 kl. 12:56

3 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Sömuleiðsis mætti spyrja af hverju ekki er hægt að lögbinda að kjör elli og örorkulífeyrisþega hækki samfara launavísitölu. Það er reyndar óskiljanlegt af hverju svo er ekki.  Ef til vill væri best að kjör þessara hópa féllu undir kjararáð eins og þeir hópar sem ekki hafa samningsrétt. Þessir hópar ættu frekar að vera í einhverju lífskjaraskjóli en ýmsir hálaunahópar. 

Stefán Þ Ingólfsson, 4.11.2016 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband