Hvernig hefði Sanders staðið sig?

Í ljósi kjörs Donalds Trump kemur hið óvænta fylgi, sem Bernie Sanders fékk í forkosningunum hjá Demókrötum kannski ekki svo mikið á óvart. 

Bæði Sanders og Trump stilltu framboðum sínum upp sem andófi gegn hinu stjórnmálalega valdakerfi í Bandaríkjunum og virkjuðu óánægju þess hluta millistéttarinnar sem hefur lent í erfiðleikum vegna alþjóðavæðingarinnar og færslu framleiðslu úr landi. 

Ef Sanders hefði skákað Clinton, hefði hluti þessarar óánægju fengið þá þegar vissa útrás og þar með dregið úr broddi framboðs Trumps. 

Með því að velja Sanders var líka hægt að kjósa "eitthvað annað." 

Þegar hér heima er talað um "félagslegt" ný-íhald hjá Trump og Pence, varaforseta hans, er heldur betur farið að fegra þessa ofsafengnu hægri stefnu Teboðshreyfingarinnar, sem meðal annars fólst í aðgerðum Pence í Indiana gegn hinsegin fólki og konum.

Þetta "félagslega" ný-íhald er ekki félagslegra en það að miðað við loforð Trumps verður það efst á framkvæmdalistanum við valdatökuna að svipta 20 milljónir Bandaríkjamanna sjúkratryggingum, sem tekið hefur áratugi að berjast fyrir. 

Þá munu að nýju 50 þúsund Bandaríkjamenn deyja um aldur fram á hverju einasta ári vegna þess að þeir hafa ekki ráð á læknisþjónustu eða fresta of lengi að fara til læknis.

Síðan Hillary Clinton reyndi að koma "Obama-care" á hefur milljón ótryggðra Bandaríkjamanna látið lífið vegna skorts á læknishjálp.  

Talsmenn Trumps tala líka um "frjálsa verslun" sem lyftistöng í hinni nýju einangrunarstefnu, og eru þá búnir að snúa hugtakinu á haus, ef þessi nýja "frjálsa verslun" felst í því að rifta fríverslunarsamningum og reisa tollamúra um heim allan. 

 


mbl.is Millistéttin studdi Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétt athugað hjá Ómari. Sjúkratryggingar í Bandaríkjunum eru þjóðinni til skammar. Republikanar hafa lengi ráðið hér, of lengi, og sér ekki fyrir endann á því.

Obama barðist fyrir sjúkratryggingum, svipuðum og flestar þjóðir búa við en gekk illa, repúblikanar gerðu allt, sem hægt var til að eyðileggja það.

Sjúkrakostnaður er himinn hár hér og á hverju ári eru um hálfmilljón borgara, sem fara í gjaldþrot vegna þess. Sem dæmi um þennan kostnað get ég sagt frá af eigin reynslu. Nýlega fór ég á neyðarmóttöku á spítala hér. Sat þar og beið í rúma fjóra tíma, þar til læknir kom. Sem betur fer var ekkert að og ég fór heim. Ég er á ellitryggingum en fæ alltaf afrit af reikningum. Reikningur spítalans hljóðai upp á hvorki meira né minna en 24.800 dali, segi og skrifa tuttuguogfjögurþúsund og áttahundruð dali.Tryggingarnar borga ekki nema hluta af þessu og ég lítið sem ekkert  en hefði ég verið ótryggður hefði verið gengið að mér fyrir allri upphæðinni.

Það er ekki von á góðu undir stjórn Trumps. Maðurinn er furðufugl og gerði þetta allt í gríni, að ég held. Hwfði ekki yfirmaður FBI látið hatrið á Hillary leiða sig í gönur væri hún núna forsetaefnið.

En eins og einhver vitur maður sagði,að hver þjóð fengi þá stjórn, sem hún ætti skilið, þá fáum við þennan trúð næstu fj0gur árin.

geirmagnusson (IP-tala skráð) 10.11.2016 kl. 15:20

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Maður frænku konu minnar varð veikur og þau þurftu að selja húsið sitt til að borga reikning frá sjúkrahúsinu upp á fimm milljónir króna. 

Ómar Ragnarsson, 10.11.2016 kl. 20:02

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þau áttu heima á Long Island. 

Ómar Ragnarsson, 10.11.2016 kl. 20:02

4 identicon

Briefe aus der Bronx. Teil 1 und 2. Fróðleg lesning fyrir þá sem kunna þýsku og vilja kynnast daglegu lífi læknis í NY.

http://www.bullmed.ch/docs/saez/archiv/fr/2002/2002-24/2002-24-649.pdf

http://www.saez.ch/docs/saez/archiv/fr/2002/2002-42/2002-42-768.pdf

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.11.2016 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband