Hefnir sín að svíkja loforð og gefa of miklar væntingar.

Rafbílasala tók kipp fyrir tveimur árum þegar æðstu menn þjóðarinnar töluðu um það að drifið yrði í því að reisa hraðhleðslustöðvar á helstu þjóðleiðum landsins. Nissan Leaf

Það hefur verið rækileg svikið. En er aðeins hægt að komast á venjulegum rafbílum frá Reykjavík austur að Hvolsvelli með hraðhleðsluvikomu á Selfossi og norður að Bifröst með viðkomu í Borgarnesi. 

Akureyringar komast til Sauðárkróks að sumarlagi. 

Tiltölulega örfáir hafa efni á að eiga bíl af Tesla-gerð sem komast lengra á hleðslunni en samt komast þeir ekki svo langt að hægt sé að fara hringinn eða milli Akureyrar og Reykjavíkur nema með miklum tilfæringum. Renault Twizy

Tölur um drægi rafbílanna miðast við kjöraðstæður erlendis en rauntölurnar eru allt að 40% lægri hér á landi, einkum í köldu veðri. 

Ég hef reynslu af rafreiðhjóli sem sýnir vel að rafhlöðurnar endast verr sem þessu nemur þegar brekkur eru margar og svalt í veðri. 

Þar að auki þarf langoftast að nota miðstöðvarnar, sem eru í bílum hér á landi, og einhvers staðar las ég, að til sölu væru litlar bensínknúnar miðstöðvar, sem hægt væri að setja í bílana til að spara rafmagnið!Rafreiðhjól

Það er eðlilegt, því að miðstöðin krefst langmestrar orku af því sem þarf rafmagn í farartækjum.

Ég fékk mér slíka miðstöð í NSU-Prinz 1000 1965, loftkældan bíl, sem var með lélegt miðstöðvarkerfi.

Í Noregi hefur reynslan verið sú, að rafbíllinn er annar tveggja bíla á heimilinu. Ólíkt því sem búist var við fyrirfram, hefur rafbíllinn orðið að bíl númer eitt á heimilinu, enda afar hentugur fyrir bæjarsnatt, sem er að meðaltali um 80-90 aksturs hjá fólki. 

Þarna nýtist rafbíllinn fullkomlega, enda er meðalaksturvegalengd innanbæjar á dag rúmlega 33 kílómetrar hér á landi. Honda PCX og Vespa

Það var opinber draumur minn í hitteðfyrra að eignast "rafbíl litla mannsins", Renault Twizy, en það er ekki aðeins að ég hafi ekki efni á því að kaupa slíkan bíl, heldur myndi hann ekki gagnast mér lengra til ferða út úr bænum en upp á Kjalarnes, til Hafnarfjarðar eða upp í Litlu kaffistofuna.  

Aukin sala tengi-tvinnbíla er afleiðing af þessu ástnandi og við erum langt, langt á eftir Norðmönnum í þessum efnum. Eðli málsins samkvæmt eru tengil-tvinnbílar, með tvö mismunandi kerfi hreyfla og drifa, mun flóknari og dýrari en bílar, sem eru annað hvort rafbílar eða knúnir jarðefnaeldsneyti eingöngu. Kolefnisspor framleiðslu og förgunar tengil-tvinnbíla er líka stórt. 

"Litli maðurinn" ræður ekki fjárhagslega við að eignast hina nýju vistskárri bíla.

Getur þó komist áleiðis með því að fá sér einhvern af ódýrustu bílunum á markaðnum.

Eða þá að prófa aðferð sem skilar miklu betri árangri með því að nota þau farartæki, sem nota miklu minni orku, heldur eru auk þess auki með minnstu kolefnissporin varðandi framleiðslu og förgun. 

Niðurstaða mín varð 700 þúsund króna fjárfesting í tveimur farartækjum: 250 þúsund fyrir rafreiðhjól til innanbæjarferða og 450 þúsund fyrir létt vespu-vélhjól (Honda PCX) sem skilar mér jafn hratt og bíll hvert á land sem er með eyðslu upp á 2,5 lítra á hundraðið á þjóðvegum og 2,2 lítrum innanbæjar, og heildar fjárfestingar- og rekstrarkostnað sem er um 70% minni en ef ég hefði getað keypt ódýrasta smábílinn á markaðnum. 

Þessi tvíþætta aðgerð, sem kynnt var í fyrra með rafhjólsferð frá Akureyri ("Orkuskipti - koma svo!") og í sumar með mörgum ferðum, meðal annars allan hringinn á vespuhjólinu á þjóðvegi 1 ("Orkunýtni - koma svo!"), er nú að ganga fullkomlega upp.  

Síðan er í gangi hjá mér og vini mínum að framkvæma hugmynd, sem er enn vistvænni, en tekur talsverðan tíma að vinna að. Ekki nánar um það að sinni, samanber afbrigði af máltæki: Mey skal að morgni lofa og fréttamann að kvöldi. 

Hekla lét bera út myndarlegan bækling í hús í dag um umhverfisskárri bíla og er með fína sýningu og fyrirlestra um málið þessa dagana. 

Fleiri mættu gera eitthvað svipað. 

 


mbl.is Rafbílasala dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2016:

"Hægt væri að skipta út allt að 87% banda­rískra bíla með ódýr­um raf­magns­bíl­um jafn­vel þó að öku­menn þeirra gætu ekki hlaðið þá yfir dag­inn.

Þetta er niðurstaða rann­sak­enda við MIT-há­skóla og Santa Fe-stofn­un­ina sem könnuðu akst­urs­hegðun Banda­ríkja­manna og ýmsa þætti sem hafa áhrif á drægi raf­bíla."

Óttinn við drægi rafbíla ofmetinn

Þorsteinn Briem, 10.11.2016 kl. 21:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fjölmörgum fylkjum Bandaríkjanna verður miklu kaldara á veturna en hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 10.11.2016 kl. 21:11

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.9.2016:

New electric bus can drive 350 miles (560 km) on one charge

Frá Reykjavík til Húsavíkur eru 479 km, til Ísafjarðar 455 km og til Hornafjarðar 457 km.

Tafla yfir ýmsar leiðir - Vegagerðin

Þorsteinn Briem, 10.11.2016 kl. 21:15

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er fjöldinn allur af einkabílum eingöngu notaðir á höfuðborgarsvæðinu, enda tveir bílar á mörgum heimilum.

Og einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.

Að sjálfsögðu er einnig nauðsynlegt að setja sem fyrst upp hleðslustöðvar á landsbyggðinni
fyrir alls kyns rafbíla, til að mynda rafrútur sem ekið verður um allt landið.

Þorsteinn Briem, 10.11.2016 kl. 21:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan Leaf 2015


Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 10.11.2016 kl. 21:18

9 identicon

firrir mig er lausnin að kaupa BMW með bensín generator i skottinu ,ég veit að ég myndi næstum aldrei nota það en gæti komið sér vel i neyð.ég a bara venjulegan rafbil eins og er,og hef oft tekið litinn generator með mer þegar maður veit að það er tæft en hef aldrei þurft að nota hann

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.11.2016 kl. 23:18

10 identicon

Myndaniðurstaða fyrir funny smiles

Steini smile (IP-tala skráð) 11.11.2016 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband