Spilað úr sterkri stöðu?

Benedikt Jóhannesson lýsti því strax yfir eftir kosningar að hann hefði sagt við forseta Íslands, að hann teldi rétt að hann fengi umboð til stjórnarmyndunar. 

Það var hraustlega mælt hjá formanni nýs flokks með aðeins um tíunda hluta greiddra atkvæða í kosningunum, helmingi minna en fylgi Sjálfstæðisflokksins. 

Enginn nema Benedikt sjálfur veit, af hverju hann gaf þessa yfirlýsingu.

Er það vegna stöðumats hans, sem bendi til að út frá ákveðinni oddaaðstöðu geti hinn nýi flokkur, rétt hægra megin við miðju, ráðið mestu um það stjórnarmynstur sem verði ofan á að lokum og að þess vegna sé hættandi á að spila stjórnarmyndunarpókerinn strax út frá sterkri stöðu? 

Strax í kjölfar þessa spilaði Benedikt þannig úr stöðunni að líma Bjarta framtíð við sig og gera þessa tvo samanlímdu þingflokka að næst stærsta þingmannahópnum. 

Allt í einu var kominn með þingmannahóp sem var fjölmennari en þingflokkar Vg og Pírata og slagaði hátt í Sjálfstæðisflokkinn.

En það sem mikilvægast var: Þessi 17 manna þinmannahópur lagði undir sig næstum tvöfalt stærra svæði á hinni öllu ráðandi miðju en Viðreisn ein eða Björt framtíð höfðu haft fram að því, hvor flokkurinn um sig. 

Ef límið á milli þessara þingflokka heldur, er staða Benedikts stórum sterkari en virtist í upphafi. 

Og viðræðurnar fram að þessu hafa gert það ólíklegra en áður að mynduð verði stjórn yfir miðjuna framhjá Viðreisn. 

Ennfremur fært Benedikt þá óskastöðu að hafa getað haft áhrif á báðar þær formlegu stjórnarmyndunarviðræður, sem hafa farið fram með því einfaldlega að vera eini flokkurinn, ásamt Bjartri framtíð, sem hefur tekið þátt í báðum tilraununum og geta mótað að vild þau skilyrði, sem sett hafa verið sitt á hvað fyrir þátttöku í þessum tveimur módelum. 

Hingað til hefur Benedikt spilað djarflega en vel úr stöðunni, að því er virðist með jafn mikið sjálfstraust og birtist í yfirlýsingunni að hann ætti að koma til greina við að leiða formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Nú er spurningin hvort þetta stöðumat hans heldur, hvort niðurstaðan verði stjórn, sem hann tekur þátt í, hugsanlega sem forsætisráðherra, sem nær málefnum sínum betur fram en sem nemur þingmannafjöldanum. 

Eða hvort annað hvort verði ómögulegt að mynda meirihlutastjórn eða að Viðreisn lendi eftir allt utan stjórnar. 

 

 

 


mbl.is Auknar líkur á þriggja flokka stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Býsna klár er Benedikt,
bráðum verður gaman,
allt var áður ferlegt fikt,
fætur alltaf saman.

Þorsteinn Briem, 28.11.2016 kl. 00:08

2 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

17 manna þingmannahópur? Þingmenn umræddra flokka er aðeins ellefu talsins.

Óttar Felix Hauksson, 28.11.2016 kl. 07:53

3 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

17 manna þingmannahópur? Þingmenn umræddra flokka eru aðeins ellefu talsins.

Óttar Felix Hauksson, 28.11.2016 kl. 07:55

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Óttar Felix, hélt að sjö og fjórir væru í grennd við ellefu.  Líkast til eru þetta mistök hjá Ómari, en grafalvarlegt fláræði, kanski samsæri hjá fylgjunni hans að láta sem hún taki ekki eftir þessum mistökunum.   

Hrólfur Þ Hraundal, 28.11.2016 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband