Eðlileg samskipti eru langtímamarkmið.

Samskipti Kúbu og Bandaríkjanna hafa verið þess eðlis meira en hálfa öld, að það mun taka langan tíma að koma þeim í eðlilegt horf, ef það verður nokkurn tíma fyllilega hægt. 

Samskipti þessara ríkja hafa ekki aðeins áhrif á Kúbu, heldur líka í Bandaríkjunum. Gott dæmi um það er, að talið er að bætt samskipti, sem Barack Obama átti þátt í að koma á fót, hafi orðið til þess að meðal fjölmennra kúbverskra útlaga á Florida, voru margir hinnar eldri, sem kusu Donald Trump en ekki Hillary Clinton og réðu með því úrslitum um að Trump hafði betur í ríkinu. 

Kúbverjar munu sjálfir og einir þurfa að hafa sig alla við komast í gegnum það að kveðja Castro þótt utanaðkomandi atriði eins og viðvera Bandaríkjaforseta verði ekki til að skapa aukalega óvissu og óróa.

Oft er rætt um það að Bandaríkjaforseti sé í hlutverki "lamaðrar andar" eða "lame duck" síðustu vikur forsetatíðar sinnar, og er þar átt við þær takmarkanir, sem hann hafi við að búa í stjórnarathöfnum sem binda hendur eftirmanns hans um of.

Nú er aðeins rúmur mánuður til valdatöku Donalds Trumps og bátnum ruggað alltof mikið með því að forsetinn fari til jarðarfarar Castros. 

Raunar hafa breytingar á samskiptum ríkjanna verið afar hægar, þrátt fyrir hið nýja samkomulag um að taka upp stjórnmálasamband og löng leið að fara til þess að breyta þeim svo miklu nemi. 


mbl.is Obama ekki í jarðarför Castro
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband