Dæmi eru um mjög hraðar loftslagsbreytingar.

Hið versta við það, hvernig Donald Trump og fleiri afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum er, að það eitt að mannkynið ruggi bátnum í þessum málum eins hressilega og gert er með mesta koltvísýringsmagni í lofthjúpnum í 800 þúsund ár, getur valdið ófyrirsjáanlegum keðjuverkunum sem leiða til miklu verri og hraðari breytinga um alla jörðina en hægt er að sjá fyrir. 

Þannig hlýnaði loftslag ógnarhratt þegar síðastu ísöld lauk fyrir 11 þúsund árum, og á sama hátt getur mjög hröð kólnun orðið á einstaka svæðum vegna truflana í hafstraumum, svo sem þegar mikið af tæru bráðunarvatni jöklanna truflar salta sjávarstrauma á borð við Golfstrauminn þannig að þeir sökkva og streyma ekki eins langt eftir yfirborðinu og áður. 

En það er fyrst og fremst snerting loftsins við yfirborð sjávar, sem hefur áhrif á lofthitann, eins og sífellt hefur mátt sjá glögglega í allt haust vegna hlýs sjávar fyrir Norðurlandi. 


mbl.is Kóralrifið „soðnaði“ í hlýindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki spurning um að "afneita" einu eða neinu.  Þetta er spurning um "fólk", sem heldur (í alvöru) að það séu einhverjir Guðir og að þetta sé að mannavöldum.  Og í því sambandi, hunsa staðreyndir ... og engin rannsókn á sér stað, sem gefur "framtíða" kynslóðum hugmyndir um hvað þeir eigi að líta á.  Þetta er síðan notað af "oligarchy'inu", til að skattleggja fólk, fyrir að anda að sér dýru súrefninu.

Hlýnun á sér líka stað á Mars ... hliðstætt við jörðina. Það er kanski líka af mannavöldum? Kanski sönnun á því, að það séu menn á Mars ... og hvað um Europa? Kanski menn þar líka?

Að menn, árið 2016 ... skuli virkilega vera svo "blindir" að halda það, að "rekaviðsfýlan" af þeim, sé svo eitruð að sjálf himintunglin breiti um stefnu ... er alveg ... frábært.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.12.2016 kl. 01:03

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.

Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.

Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.

Þorsteinn Briem, 1.12.2016 kl. 01:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 1.12.2016 kl. 01:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðalatriðið er að minnka þarf mengun í heiminum.

Þorsteinn Briem, 1.12.2016 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband