Eggjabrandarinn heldur áfram. "Vistvæn landbúnaðarafurð." Djók.

Í morgun fékk ég mér eitt egg og sá þá á umbúðunum, að um var að ræða "vistvænt egg" og bæði utan og innan á umbúðunum sýnt þetta líka fína "viðurkennda" gæðamerki um þetta, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Bónus egg

Þó var upplýst af ráðherra í Kastljósi að umrædd gæðavottun hefði aldrei verið í gildi og það meira að segja auglýst rækilega fyrir framleiðendum og seljendum. 

Sá brandari, sem felst í því að auglýsa "vistvæn egg" með sérstakri gæðavottun hefur því ekki aðeins verið í gangi síðustu árin, heldur er hann áfram í gangi.

Og ekki var annað að ráða af orðum ráðherra í Kastljósi í gær en að eggjaframleiðendum hefði ekki verið bannað að nota vottunarmerkið góða.

Hins vegar myndu þeir gera það á eigin ábyrgð án afskipta ráðuneytis.  Bónus egg (4)

Ef það heldur áfram og því kannski borið við, að það taki tíma og kosti peninga að breyta um áletranir á umbúðunum má geta þess að það er bæði afar einfalt og ódýrt að líma sérstaka miða utan á umbúðirnar:  

Nefnd vottun um vistvæna framleiðslu er ekki og hefur ekki verið gild.Bónus egg (2)

Eða að setja pínulítinn miða á viðeigandi staði með orðinu 

"djók!"

Vistvæn landbúnaðarafurð. Djók. 


mbl.is Segir Hringrás hafa brotið reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Eignarhaldsfélagið Langisjór hagnaðist um 624 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.

Félagið á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, þar á meðal kjúklingaframleiðandann Matfugl og Salathúsið, og var rekið með jákvæðri afkomu upp á 813 milljónir króna árið 2013."

Stærsti eigandi kjúklingaframleiðandans Matfugls er skráður á Möltu

Þorsteinn Briem, 1.12.2016 kl. 12:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.11.2016:

"
Eigandi Brimgarða, sem fer með 6,9% hlut í Heimavöllum [langstærsta húsaleigufélagi Íslands], er Langisjór ehf. en eigendur þess félags eru systkinin Halldór Páll, Gunnar Þór, Guðný Edda og Eggert Árni Gíslabörn.

Þau eiga hvert 10% í Langasjó ehf. en hin 60% á félagið Coldrock Investments Limited.

Systkinin hafa viðurkennt í fjölmiðlum að eiga erlenda félagið sem er skráð í skattaskjóli á Möltu.

Þau eru umsvifamikil í íslensku viðskiptalífi og landbúnaði og hafa hagnast vel á stuðningi ríkisins vegna kjúklingaræktar og sölu svínakjöts en Langisjór er eigandi Matfugls, grænmetissölufyrirtækisins Mata, Síldar og fisks og Salathússins.

Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans greindi frá því fyrr á þessu ári Langisjór hafi árið 2014 greitt rúmlega 800 milljónir króna til hluthafa og því hafi erlenda félagið á Möltu fengið um það bil 485 milljónir króna í sinn hlut.

Þá segir einnig að Langisjór stærsti kjúklingaframleiðandi landsins og fær því ríkulegan stuðning stjórnvalda.

Ekki sé um að ræða beina styrki úr ríkissjóði heldur fær atvinnugreinin stuðning af tollvernd.

Gunnari Smára reiknaðist þannig til að samanlagður stuðningur neytenda við fyrirtæki Langasjávar í gegnum tollvernd og hátt verð væri 2,5 til 2,9 milljarðar króna árlega."

Heimavellir taka yfir 716 leiguíbúðir - Hækka húsaleiguna núna um mánaðamótin

Þorsteinn Briem, 1.12.2016 kl. 13:29

3 identicon

Spilling og aftur spilling og allt í nafni Íhaldsins. Innbyggjar bara geta þetta ekki, útilokað. Einhver verður að halda í hendina á óvitanum. EU!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.12.2016 kl. 13:36

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Haukur! það er mafían sem heldur í allar hendur á Íslandi, þetta vita þeir sem vilja! Og hvar eru flestir mafíustjórnendur landsins? í opinberum störfum og ráðuneytum? er það ekki nærtækast?

Eyjólfur Jónsson, 1.12.2016 kl. 14:51

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sigurður Ingi var vægt sagt lélegur sjáfarútvegs ráðherra, en það er að koma í ljós að hann var litlu betri landbúnaðar ráðherra og niðurstaða kosninga sýnir að Framsóknar menn telja hann ekki vænlegan til að leiða flokkinn. 

Sá sem kom framsóknar flokknum á lappirnar var Sigmundur Davíð, þessi Sigmundur Davíð sem ekki braut nein lög en RUV og einhverjir sýru hausar lögðu fyrir hann gildru til að fá pening og lukku í vömbina.  Um þetta mæti margt segja en verður látið vera að sinni.

Þessir brúneggja bændur ættu aldrei að fá leyfi framar fyrir svona starfsemi þar sem ljóst er að þeir bera enga virðingu fyrir viðskiptavinum sínum og þaðan af síður fyrir velferð dýra.  Það sama á reyndar við um höfuðpaura matvæla stofnunnar.  Það væri til verulegrar vansæmdar fyrir okkur íslendinga ef allt héldi bara áfram eins og ekkert hefði í skorist.   

Hrólfur Þ Hraundal, 1.12.2016 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband