Þjóðstjórnin 1939-42 var við allt aðrar aðstæður en nú, neyðarstjórn.

Þegar Þjóðstjórnin svonefnda var mynduð í apríl 1939 hrönnuðust óveðursský upp á himin evrópskra stjórnmála. Þjóðverjar sviku Munchenarsamningana og tóku Tékkóslóvakíu og Ítalir réðust inn í Albaníu og lögðu hana undir sig. 

Stórveldin í Evrópu vígbjuggust af ofurkappi. 

Vegna lokunar saltfiskmarkaðar á Spáni náði heimskreppan nýrri lægð á Íslandi þetta ár og ríkissjóður var á barmi gjaldþrots. Sagt var að hinn enski Hambros banki ætti landið í raun. 

Neyðarástand blasti við ef allt færi á versta veg. 

Þjóðverjar báðu íslensk stjórnvöld formlega fá aðstöðu á Íslandi til flugs yfir Atlantshaf, og hefði það verið samþykkt á svipaðan hátt og aðrar þjóðir létu undan kröfum Hitlers, er hugsanlegt að rás atburða hefði orðið geigvænleg. 

Sem betur fór hafði íslenska ríkisstjórnin góðan ráðgjafa í flugmálum, Agnar Koefoed-Hansen, sem var öllum hnútum kunnugur í fluginu í Evrópu, hafði flogið bæði í Noregi og með Lufthansa í Þýskalandi og var þar að auki svo kunnugur innstu koppum í búri hjá nasistum, að litlu munaði að hann færi í einvígi í skotfimi á einni samkomu þeirra við sjálfan Heydrich! 

Agnar reyndist Hermanni Jónassyni hollráður þegar hann sagði, að Íslendingar yrðu að hafna beiðni Þjóðverja, annars myndu stórfelldar framfarir í flugvélasmíði verða til þess að landið drægist beint inn í yfirvofandi styrjöld.

Þótt það merkilegt erlendis að hin litla þjóð hefði staðið uppi í hárinu á Hitler þegar fréttist af neitun Íslendinga. 

Allir þingmenn á Alþingi nema 3 þingmenn kommúnista studdu því þjóðstjórn og þjóðstjórnir voru líka myndaðar í nágrannalöndunum. 

Aðeins einu sinni síðan hefur tillögu um þjóðstjórn á neyðarstundu verið varpað fram. 

Það gerði Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri þegar bankarnir féllu í októberbyrjun 2008.

Slíkt hefði verið neyðarúrræði í stíl við Neyðarlögin svonefndu. 

Hugmynd Davíðs var kaffærð í fæðingu. 

Þjóðstjórn nú er alls ekki tímabær enda engin neyð yfirvofandi eins og er. 1942 þegar Þjóðstjórnin sundraðist, var hættan á innrás Þjóðverja liðin hjá og landið tryggilega á valdi Bandaríkjamanna og Breta. 

Minnihlutastjórn Ólafs Thors sat mest allt árið 1942 og utanþingsstjórn 1942-44. 

 

 


mbl.is Hugsanlega þörf á þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband