Var skaupið skemmtilegra af því að það virtist styttra?

Einhvern veginn fannst mér skaupið styttra núna en undanfarin ár. En stundum fer matið á tímalengd fyrirbæra eftir því hve skemmtilegt það er, sem um er að ræða.

Og þá vaknar spurningin hvort það var í raun og veru styttra en undanfarin ár eða hvort það virtist styttra af því að það var skemmtilegra í heildina en skaupin undanfarin ár. 

Það var að minnsta kosti nógu margt sem var skemmtilegt til að halda manni við efnið að horfa á og standa nokkuð ánægður upp í lokin. 

Margt var bráðsmellið eins og Pokemon atriðið, sumt kannski heldur langt eins og tíminn sem fór í bílakjallarann, og eins og gengur og gerist gerði gerði sumt sig ekki eins vel og annað. 


mbl.is Landsmenn tísta um skaupið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

með betri skaupum í seitni tíð. menn voru þó að reina að taka málefnalega á málunumá skemtilegan hátt

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 07:49

2 identicon

Frábært skaup í flesta staði, fyndið og hárbeitt. Erfitt að taka eitthvað eitt út en atriðið með Samfylkingingarsveitinni var snilldin tær. Reyndar fannst mér öll skot á stjórnmálin og stjórnmálamennina hitta beint í mark. Virkilega vel gert, bæði handrit og leikur. Bílakjallaratriðin lýstu vel ruglinu í kringum Sigmund og hans mál og voru að því leyti frábær. Öll smáu sketsin voru líka góð, sýnu fyndnast þetta með brúneggið. Heilt yfir: 9,5 í einkunn.

Bergur Isleifsson (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 08:45

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki hreifst ég af sóðalegu og klósett-senunum í þessu, alls óþörfum, og ljótt að sjá hvernig Rúvarar almennt eru með einn okkar albezta mann, Sigmund Davíð, á heilanum í niðrunarviðleitni sinni, sem var helzta framhaldssagan á RÚV á liðnu ári. -- En gleðilegt nýtt ár! ☺

Jón Valur Jensson, 1.1.2017 kl. 11:27

4 identicon

1.1.2017. Jónas Kristjánsson, fv. ritstjóri.

Græðgi er eitruð. Fjölmennur minnihluti Íslendinga býr við fátækt, þar af 11.000 börn. Erfitt er að meta hlutdeild fátæklinga, gæti verið um 10%. Það er vont og það versnar. Fátækir gæta ekki hagsmuna sinna, kjósa bófaflokkana, sem haldið er uppi af hinum, sem hafa það gott. Miklum efnum fylgir mikil græðgi og meira skeytingarleysi um þá, sem ekki njóta. Mikið vill meira, svo einfalt er það. Þess vegna hafa Sjálfstæðis og Framsókn getað níðst á fátækum til að auka enn frekar ríkidæmi hinna freku. Hér þarf byltingu, byltingu hugarfarsins. Við verðum að hætta að velja bófa til að stjórna landinu. Hætta að kjósa hvað eftir annað þá, sem hraðlygnastir eru.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 14:18

5 identicon

RUV sýndi sitt rétta andlit með öllum sínum saur. Verst er að þjóðin hlær þegar RUV gefur skít í hana. Og hengir bakara fyrir smið.

Benni (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 19:29

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og fleiri en einn leikarar þarna voru settir í vorkunnverð hlutverk.

En einn þeirra hafði í vikulegum þætti Gísla Marteins notað afar sóðalega aðferð til að lýsa viðbjóði sínum á nýkjörnum næsta forseta Bandaríkjanna. Þetta var móðgun við þjóðina og bandarísku þjóðina líka, en Gísli hló!

Með svolítið öðrum hætti lýsti Smári McCarthy, nýorðinn þingmaður og einn leiðandi manna Pírata, andstöðu sinni við Donald Trump með grófasta hætti.

Á hvaða götustrákastigi er þetta fólk eiginlega? Og þarf að senda RÚV í sálfræðimat?

Jón Valur Jensson, 3.1.2017 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband