Hvernig væri að skoða hliðstæða staði erlendis?

Okkur Íslendingum hættir til þess að halda að "séríslenskar aðstæður" séu einstæðar svo víða að það þurfi að finna upp hjólið varðandi hvaðeina. Preikestolen

Að sönnu hefur hver staður vissa sérstöðu, en það á ekkert endilega frekar um íslenska staði en erlenda.

Á vesturströnd Írlands eru til dæmis fræg fuglabjörg, beggja vegna Miklagljúfurs í Bandaríkjunum, við Væringjafoss í Noregi eru frægir þverhníptir útsýnisstaðir, og í Yellowstone þjóðgarðinum eru viðkvæm en jafnframt hættuleg hverasvæði.

Bryce Canyon í Bandaríkjunum er hrikalegt svæði með gönguleiðum og ótal stöðum, þar sem hægt er að fara sér að voða.  

Preikestolen við Lysefjord í Noregi er dæmi um afar hrikalegan stað.

Hvernig væri nú að senda svo sem eins og einn eða tvo Íslendinga í sérstaka ferð til þess að skoða þessa staði? 

Eða höfum við ekki efni á öðru en að setja alla okkar peninga í að græða nokkur hundruð milljarða í viðbót á erlendu ferðamönnunum?


mbl.is Banna göngu að sjó í Kirkjufjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við græðum ekki bara á þeim.  Við gerum grín að þeim líka þegar þeir eru dauðir. Auglýsum það á internetinu og köllum Reynisfjöru Chinese takeaway.  Við kunnum svo sannarlega að skapa okkur sérstöðu.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.1.2017 kl. 09:09

2 identicon

Helsti gallinn við þessa hugmynd er að á þessum stöðum fer fólk sér að voða. Aðferðirnar til að koma í veg fyrir slysin eru vel þekktar og það þarf ekkert að fara og sjá. Hafirðu spurningar þá dugar oftast netleit og að senda eMail. Aðferðirnar bara virka hvergi þar sem fólk ætlar yfir girðingar, hlustar ekki á aðvaranir og virðir ekki nein bönn.

Takist okkur að koma í veg fyrir að ferðamenn fari sér að voða þá höfum við að sönnu skapað "séríslenskar aðstæður". Því það er óþekkt fyrirbæri á öllum ferðamannastöðum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 10.1.2017 kl. 09:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2016:

"Helga Árna­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar seg­ir að umræðan um fjár­mögn­un innviða ferðaþjón­ust­unn­ar sé á villi­göt­um.

"Hvernig stend­ur á því að stjórn­mála­menn velti fyr­ir sér af hverju þurfi að eyða fjár­mun­um í ferðaþjón­ust­una?," spurði hún á fundi sem Íslands­stofa boðaði til í morg­un um sam­starf og markaðssetn­ingu er­lend­is á ár­inu 2016.

Helga sagði að stjórn­mála­mönn­um ætti að vera ljóst að um góða fjár­fest­ingu sé að ræða sem muni skila sér marg­falt til baka.

Hún nefndi að inn­an 15 ára geti gjald­eyris­tekj­ur Íslands í ferðaþjón­ust­unni numið svipaðri tölu og heild­ar­gjald­eyris­tekj­ur þjóðar­inn­ar eru í dag.

Einnig sagði Helga að áætlað sé að gjald­eyris­tekj­urn­ar í ferðaþjón­ust­unni hafi auk­ist um 100 millj­arða króna frá ár­inu 2013 til 2015.

"Stund­um finnst mér eins og stjórn­mála­menn séu ekki til­bún­ir til að samþykkja þenn­an nýja veru­leika," sagði hún.

"Það þarf að byggja upp innviði fyr­ir þessa at­vinnu­grein eins og aðrar.

Upp­bygg­ing­in nýt­ist okk­ur öll­um vel.""

Umræðan um fjármögnun innviða ferðaþjónustunnar er á villigötum - Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 10.1.2017 kl. 09:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hef ekki heyrt um meiri hrakfallabálk en Ómar Ragnarsson og stórmerkilegt að þessi maður sé enn á lífi.

En öll hrakföllin eru væntanlega öðrum að kenna en honum sjálfum.

Þorsteinn Briem, 10.1.2017 kl. 09:49

5 identicon

Ég legg til að ferðaþjónustuaðilar setji sig í samband við eigendur Krua Thai á Skólavörðustíg og fái að skoða innréttingarnar í Fatabúðinni.  Gestir gætu í leiðinni velt fyrir sér rasismanum í þjóðarsálinni.

http://www.ruv.is/frett/vernda-tharf-innrettingar-fatabudarinnar

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.1.2017 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband