Nýjar vígstöðvar?

Reyfarinn, sem nú er í gangi varðandi tölvuhakk / innbrot og dreifingu upplýsinga eftir miklum krókaleiðum um hið stóra pólitíska svið sem nær frá frambjóðendum í forsetakosningum í Bandaríkjum yfir til Pútíns Rússlandsforseta, felur líklega ekki í sér nýjar vígstöðvar í átökum stjórnmálamanna, hagsmunahópa eða ríkja, því að njósnir hafa ævinlega verið til.

Núna rétt áðan var verið að sýna mynd um þá stórmerkilegu konu, sem Elanor Roosevelt var, og það var ekkert smáræði af gögnum sem Edgar Hoover lét njósnara sína safna leynilega um hana og aðra, svo að hliðstæða þess sem nú er að gerast, hefur lengi verið til.   

En umfangið og eðli tölvustríðsins, sem háð hefur verið í haust og vetur sýna mikinn vöxt og útbreiðslu þessa sviðs, hamagangs í tölvukerfum, sem er dálítið óhugnanlegur, því að hvað vitum við hvert tækniframfarirnar á þessu sviði geta leitt okkur? 


mbl.is Tilurð „gullsturtu“-skýrslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er dæmi um fall bandarikjanna, ómar.  Svik, lygar, rógur og bein áras áliðræðið. Her er beinlinis verið að gera tilraun til valdarans.

allar tölvur eru með serstaka merkingu i tölvuheila hennar, sem gerir bandarikjamönnum, ekki russum, kleift að njosna um hvern kjaft sem a pc tölvu. Miðstöð netmiðla er i bandarikjunum, og bandarikin hafa stundað personunjosnir a almenningi i evropu siðan siðari heimstyrjöldinni lauk. A islandi veistu vel, omar, að bandarikjamenn toku myndir af folki sem motmælti hernum a sinum tima og settu i skjöl i sendiraðinu.

þetta eru staðreyndir, og þu heldur að það se trulegt sem þessir glæpamenn eru að segja?

Það sem ekki kemur fram, er að bandarikjamenn eru undir adökunum fra russum um að stunda þroun lifræna vopna, i austur evropu, og undir grun um slikt bæði i angola og aleppo. Bandarikjamenn hafa hotað russum gereyðingu ... Eitthvað sem ætti að fa hvaða evropumann i heiminum, sem andstæðing bandarikjanna. Þvi þo að kaninn lifi slikt af, þa verða afleiðingarnar og hörmungarnar af sliku um gervalla evropu, hroðalegar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.1.2017 kl. 01:31

2 identicon

Myndin um plastbarkamálið var ekki síður hrollvekjandi.  Hin rússneska Julia Tuulik sem rotnaði innanfrá eftir aðgerð gleymist ekki svo auðveldlega.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.1.2017 kl. 08:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Telepathy (from the Greek τῆλε, tele meaning "distant" and πάθος, pathos or -patheia meaning "feeling, perception, passion, affliction, experience") is the purported transmission of information from one person to another without using any of our known sensory channels or physical interaction."

Telepathy

Þorsteinn Briem, 25.1.2017 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband