Mótsögn hjá Trump. Gagnkvæmt traust er mikilvægt.

Donald Trump hefur mikið til síns máls varðandi útþenslu NATO og ESB upp í hlaðvarpa Rússlands.

Þegar röðin var komin að Úkraínu og Krímskaga var það hliðstætt við að að risabandalag á vegum Kínverja og Rússa værið komið inn á gafl í Kanada og á Florida. 

Eða að hætta væri á því að slíkt bandalag næðu yfirráðum yfir flotastöðinni í Norfolk á austurströnd Bandaríkjanna. 

Rússar fórnuðu ekki að ástæðulausu lífi meira en 50 þúsund hermanna í Krímstríðinu á miðri 19. öld og lifi milljóna rmanna í Seinni heimstyrjöldinni vegna hernaðarmikilvægis skagans.  

Það eru reginmistök fólgin í því að geta aldrei skoðað hlutina frá sjónarhóli mótherjans. 

Sovétríkin tóku upp stefnu gagnvart Finnlandi í Kalda stríðinu, sem hlaut heitið Finnlandisering. 

Hlutleysi Svíþjóðar og hernaðarlegir yfirburðir Rússa við austanvert Eystrasalt gerði það að verkum að Stalín og eftirmenn hans töldu óhætt að leyfa Finnum óvenjulega mikið sjálfstæði af nágrannaþjóðum að vera, en að Finnar yrðu þó að gefa tryggingu fyrir því að ganga ekki lengra en Sovétríkin teldu óhætt. 

Á þessum árum komust Finnar upp með það að vera í Norðurlandaráði og með vestrænt lýðræði og þjóðskipulag í hávegum. 

Þegar farið var í heimsókn til Finnlands var öll upplifun þess alveg eins og verið væri í ferðalagi í hvaða Norðurlandanna sem væri.

Gerólík upplifun og aðstæður miðað við það að koma til leppríkjanna í Austur-Evrópu.

Þessi merkilega staða byggðist á geirnegldu gagnkvæmu trausti Finna og Rússa.

Slíkt traust þarf að endurvekja nú og slaka á hernaðarkapphlaupi sem er ógnun við stöðugleika og frið og að því leyti hefur Donald Trump mikið til síns máls.

Auðvitað þurfa báðir aðilar að slaka á í nýjum samningum sem tryggi frið á norðurslóðum. 

 

Hins vegar er mótsögn hjá Trump í því að segja í öðru orðinu að NATO sé úrelt fyrirbrigði en í hinu orðinu að Bandaríkin "ætli að vernda þessar þjóðir." 

Gagnkvæm trygging NATO-ríkjanna varðandi það að árás á eitt þeirra skoðist sem árás á þau öll er meginatriði í tilvist bandalagsins. 


mbl.is Segir að NATO sé úrelt stofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er að segja að það sé ósanngjarnt að Bandaríkin beri hitann og þungann af rekstri NATÓ.  Engin mótsögn í því.  Hermenn og aðstandendur þeirra skilja eflaust hvað hann á við.  Þeir eru örugglega búnir að fá nóg af hernaðarbrölti demókrata og friðarhöfðingjans.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.1.2017 kl. 08:38

2 identicon

Spjallaði við rússneska konu frá Krím um jólin. 90% íbúana eru Rússar sem vilja ekki sjá annað en að vera Rússar. Úkrainumenn voru bara með nauðsynlegan mannskap á svæðinu og höfðu engan áhuga á hagsmunum héraðsins, frekar en í Donbass.

GB (IP-tala skráð) 16.1.2017 kl. 10:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Donald Trump hefur mikið til síns máls varðandi útþenslu NATO og ESB upp í hlaðvarpa Rússlands."

Byrjarðu nú enn og aftur með þessa endemis þvælu, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 16.1.2017 kl. 10:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það eru reginmistök fólgin í því að geta aldrei skoðað hlutina frá sjónarhóli mótherjans."

Gerðu það þá, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 16.1.2017 kl. 10:19

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.

Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.

Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.

On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."

Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

Þorsteinn Briem, 16.1.2017 kl. 10:22

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland og Svíþjóð eru ekki í Atlantshafsbandalaginu (NATO), en hafa átt samvinnu við NATO og bæði ríkin fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera bæði í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland og Lettland, sem eins og Finnland eiga landamæri að Rússlandi.

Lettland og Eistland fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO árið 2004.

Þorsteinn Briem, 16.1.2017 kl. 10:24

7 identicon

Sæll.

Hegðun Vesturveldanna gagnvart Rússum undanfarið hefur verið til háborinnar skammar.

Um það leyti sem Gorbasjov fór frá var Rússum lofað að NATO myndi ekki þenjast út að landamærum Rússlands. Það loforð var svikið. Er nema von að Rússar séu fullir efasemda út í Vesturveldin?

Í annan stað vita þeir sem illa fylgjast með að Vesturveldin stóðu á bak við það að lýðræðislega kjörinni stjórn í Úkraínu var steypt af stóli. Krímskaginn er eins rússneskur og Moskva. Er nema von að Rússum sé órótt? Kaninn myndi heldur betur pirrast ef Rússar eða Kínverjar væru að grafa undan stjórnvöldum í Mexíkó og reyna að koma að stjórn þar sem væri handbendi Rússa/Kínverja.

Einhverra hluta vegna hafa Vesturveldin ákveðið að styðja hryðjuverkamenn í Sýrlandi til þess eins að koma höggi á Rússa. Ef menn prófa að fylgjast með öðrum fréttaveitum en þeim sem flestir á Vesturlöndum fylgjast með kemur ýmislegt í ljós sem varpar allt öðru ljósi á Rússa og gjörðir þeirra í Sýrlandi. Það eru engir góðir gæjar í Sýrlandi, miklu skiptir að menn átti sig á því. Þetta undirstrikar enn frekar hve lélegir þorri fréttamanna er, þeir fjalla ekki um báðar hliðar málsins. 

Vesturveldin og Rússland eiga mun meira sameiginlegt en ekki. Það er orðið nánast þjóðaríþrótt vestanhafs að vera á móti Rússum og kenna þeim um allt og ekki neitt. Það er mál þessari fáránlegu framkomu Vesturveldanna gagnvart Rússum linni. Hvers vegna gera þau nánast ekki neitt gagnvart yfirgangi Kínverja? Finnst þetta engum mótsagnakennt? 

NATO er úrelt bandalag í leit að tilgangi. Í bili er engin þörf á NATO. Það sem margir átta sig ekki á er að USA hafa ekki efni á því að halda úti öllum þessum herstöðvum víða um heiminn. Af hverju ættu Bandaríkjamenn að niðurgreiða varnir t.d. Japan - sem er auðugt land?

Helgi (IP-tala skráð) 17.1.2017 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband