Svikult minni.

Þegar ýmis atriði varðandi vafstrið, flétturnar og vafningana í kringum Hrunið og fjármálagerninga eftir Hrun, dynur mikið minnisleysi yfir þá, sem tengjast þessari "tæru snilld" eins og það var svo skemmtilega orðað varðandi Icesave.

Núna fellur þessi óminnishegri yfir aðalmanninn í kaupum á Búnaðarbankanum 2003, enn er í minnum haft þegar annar gat ómögulega munað eftir Tortólu í sjónvarpsviðtali, og nær altækt minnisleysi féll á þjóðarleiðtoga okkar í heimsfrægu viðtali við hann.

Þannig mætti halda áfram að telja, en með minnisleysi fylgir á rökréttan hátt, að viðkomandi vita ekkert og höfðu þar af leiðandi ekki gert neitt athugavert.

Til er sjúkdómurinn áunnin sykursýki. Kannski er líka til fyrirbrigðið áunnið minnisleysi og hið skylda fyrirbrigði áunnin fáfræði og þar með áunnið sakleysi.

Þessi fyrirbrigði eru miklu algengari en menn halda. Þannig bregðst jafnvel meirihluti þjóðarinnar við þeim tíðindum, sem stundum leka út, að orkan hjá gufuaflsvirkjunum landsins sé svo takmörkuð hvað endingu snertir, að um hreina rányrkju geti verið að ræða.

Algengustu viðbrögðin við slíkum fréttum eru að þeir sem heyra þær hafi aldrei heyrt þetta áður.

Fyrir hálfum mánuði var ég til dæmis beðinn um að koma á spjallfund fyrir austan fjall til þess að upplýsa um þessar splunkunýju fréttir sem höfðu komist á ljósvakann, meðal annars vegna ályktunar stjórnar Íslandshreyfingarinnar í sambandi við nýja frétt um hæðarmælingar á helstu svæðum gufuaflsvirkjana á Reykjanesskaga.

Ástæðan var sú að þeir, sem báðu um að þetta yrði útskýrt nánar, höfðu aldrei heyrt þetta fyrr,

Enda ekki furða, því að í hvert skipti sem eitthvað fréttist um þetta og minnst er á það tíu sinnum, glymur síbyljan þúsund sinnum um hreina og endurnýjanlega orku, allt frá forsetanum og niður úr í metorðaskalanum.  


mbl.is Kaup þýska bankans til „málamynda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Minnislaus forsætisráðherra,minnislaus bankadóni,minnislausir sendiherrar....á fullu í bransanum enn sem fyrr...í boði minnislausrar þjóðar...eða kannski sinnislausrar þjóðar.cry

Ragna Birgisdóttir, 27.3.2017 kl. 14:55

2 identicon

Ómar, þetta hefur ekkert með svikult minni að gera, enda veistu það manna best. Það er verið að ljúga að þjóðinni aftur og aftur og kjósendur láta spila með sig trekk í trekk.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.3.2017 kl. 15:27

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ekki gleyma að enginn ber heldur neina ábyrgð á Íslandi!!

Sigurður I B Guðmundsson, 27.3.2017 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband