Kreppubörnin og Sumargleðibörnin.

Árgangurinn frá árinu 1940 sem útskrifaðist frá M.R. 1960 var sá síðasti, sem var innan við 100 stúdentar. 

Árið eftir stækkaði árgangurinn um marga tugi. 

Ástæðan? 

Jú, fram til 10. maí 1940 ríkti kreppan mikla í öllu sínu veldi og náði raunar hámarki árið 1939. 

Með hernáminu hófst mesti uppgangstími, sem komið hafði í sögu síðari alda hér á landi og næstu árgangar urðu stærri og stærri.

En áhrif hernámsins komu ekki fram á sama tíma, til dæmis hvað varðaði fjölgun fæðinga, því að eðli málsins samkvæmt byrjuðu áhrifin á því sviði ekki að koma fram fyrr en í mars 1941.  

Ég hef verið að skoða ýmislegt úr fortíðinni síðustu mánuði og eitt af því sem hefur komið upp er það, hvort það séu til Íslendingar, sem kalla mætti "stórdansleikjabörn," það er, fædd níu mánuðum eftir stórar skemmtanahelgar á síðustu öld á borð við sjómannadag, 17. júní, verslunarmannahelgi og þær stórsamkomur með dansleikjum, sem héraðsmót og síðar Sumargleðin voru á landsbyggðinni á tímabilinu 1959-1986, einkum síðasta áratug þessa tímabils.

Sumargleðibörn er dálítið skemmtilegur möguleiki, en það þyrfti talsverða vinnu við að lesa úr fólksfjöldaskýrslum til að finna út, hvort það hugtak stenst hvað snertir fjölgun fæðinga í viðkomandi byggðum.   


mbl.is Kynlíf Íslendinga í þýskum fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stanslausar uppáferðir.

Og alles.

Þorsteinn Briem, 28.3.2017 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband