Slæmar fréttir: Tvöfalt fleiri banaslys. Góðar fréttir: Hægt að jafna metin.

Ég hef skoðað tölur á netinu um tíðni banaslysa á vélhjólum samanborið við bíla. Slæmu fréttirnar eru þær að miðað við meðaltal hjá bílstjórum og ekna kílómetra, er vélhjólamaður í tvöfalt meiri lífshættu en meðaljóninn undir stýri á bíl. 

En góðu fréttirnar eru þær, að hver vélhjólamaður getur jafnað metin með því að leggja áherslu á fimm atriði. 

1. Hafa sérstakan vara á sér varðandi aðra í umferðinni og taka aldrei minnstu áhættu á að skrika eða fara of hratt. Léttir%2c ská aftan frá

2. Að vera allsgáður. Helmingur banaslysa hjá vélhjólamönnum er vegna ölvunar, miklu hærra hlutfall en hjá ökumönnum bíla. Þess vegna hef ég einkanúmerið EDRÚ á hjólinu mínu. Ölvaðir ökumenn á  bílum eru meiri ógn fyrir aðra í umferðinni en þá sjálfa. 

3. Að hafa sem best vald á hjólinu og æfa færni sína og viðhalda wem best. 

4. Að nota fullnægjandi öryggisbúnað, lokaðan höfuðhjálm, vélhjólaklossa, vélhjólahanska og hlífar fyrir hné og olnboga. Tvð fyrstnefndu atriðin eru lang mikilvægust, hjálmar og klossar. 

5. Að hafa tilskilin réttindi. 


mbl.is Rútur og vörubílar eru ógn við hjólreiðafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem slasast á reiðhjólum eru langflestir börn, aðallega strákar, en ekki fullorðnir á miklum umferðargötum, samkvæmt slysatölum.

Þorsteinn Briem, 6.6.2017 kl. 17:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Reiðhjólaslysum hefur fjölgað lítillega á rannsóknartímabilinu en fjölgun slysa virðist minni en fjölgun hjólreiðamanna.

Fleiri karlar en konur
leita á sjúkrahús vegna afleiðinga reiðhjólaslysa og meirihluti slasaðra er ungur að árum.

Slysin eiga sér yfirleitt stað á vorin og á sumrin.

Flestir slasast lítið en 3,6% slasaðra þurfti að leggja inn á Landspítala."

Komur slasaðra á bráðamóttöku Landspítala eftir reiðhjólaslys árin 2005-2010 - Læknablaðið

Þorsteinn Briem, 6.6.2017 kl. 17:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í desember 2015 varð banaslys hjá reiðhjólamanni en þá hafði ekki orðið banvænt reiðhjólaslys síðan árið 1997.

Til samanburðar er heildarfjöldi látinna í umferðarslysum 102 á rannsóknartímabilinu."

Komur slasaðra á bráðamóttöku Landspítala eftir reiðhjólaslys árin 2005-2010 - Læknablaðið

Þorsteinn Briem, 6.6.2017 kl. 17:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margir gamlingjar og aðrir eru útúrdópaðir af alls kyns lyfjum og enda þótt þeir hafi ekki drukkið áfengi geta þeir verið stórhættulegir í umferðinni.

Og allir geta að sjálfsögðu ekið með skilti sem fullyrðir að þeir séu ekki undir hættulegum áhrifum áfengis eða lyfja, enda þótt það sé tóm lygi eða þeir átti sig ekki á því sjálfir.

Þorsteinn Briem, 6.6.2017 kl. 18:01

5 Smámynd: Már Elíson

Steini Breim 4# : "Margir gamlingjar og aðrir eru útúrdópaðir af alls kyns lyfjum og enda þótt þeir hafi ekki drukkið áfengi geta þeir verið stórhættulegir í umferðinni."

"Og allir geta að sjálfsögðu ekið með skilti sem fullyrðir að þeir séu ekki undir hættulegum áhrifum áfengis eða lyfja, enda þótt það sé tóm lygi eða þeir átti sig ekki á því sjálfir...."

- - - - - - - - - 

- Þú ert nú meiri vesalingurinn, Steini og ræðst óhikað með lýgi, ávæningar og svívirðingar á fullorðið og roskið fólk sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. - Ef það er ekki tími núna Ómar til að loka á þetta meinvarp, þá hvenær ? - Þvílíkur dóni og ómerkingur sem þetta er.

Már Elíson, 6.6.2017 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband