Ein byssa á mann á öllum vanda vann?

Það er meðal annars á grundvelli þess að Bandaríkjamenn séu landnemaþjóð (frontier) sem ofurtrúin á mátt byssunnar er svo mikil, að máttur hennar fyrir sjálfsímynd hvers manns er rómaður.

Það var byssan sem gerði hvíta manninum kleift að ná landinu af rauða manninum jafn hratt og raun bar vitni, - "ein byssa á mann á öllum vanda vann /  með sóma og sann"  hefði kannski íslenskur hagyrðingur í sporum landnemans í villta vestrinu ort um þetta fyrirbæri.

Aðrar "frontier"-þjóðir eins og Kanadamann og Ástralir eru hins vegar með margfalt lægri tíðni byssudrápa, enda ekki eins ofurtrúaðir á nauðsyn hvers manns að hafa jafnan byssu tiltæka til sjálfvarnar og byssueign miklu minni. 

Það hlýtur að vera íhugunarefni að tveggja ára börn skjóti fólk þar vestra á hverju ári.

Eða það hefði maður ætlað.  


mbl.is Tveggja ára barn skaut frænku sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli með að þú skoðir byssulög í löndum eins og Brasilíu og Mexíkó og þeirra byssuglæpatíðni.

Einning mæli ég með að tékka á byssuglæpa tíðninni í Bandaríkjunum og hvernig hún er að minnka þrátt fyrir aukið frelsi til að bera byssur á sér.

Þá ættiru að sjá að það er gott sem engin mælanleg samfylgni á milli frjálsyndrar byssulöggjafar og hærri glæpatíðni.

goo.gl/W2t6u

Hér er skýrsla sem sýnir fram á það sem ég á við, allavegana varðandi meint orsakatengsl milli frjálslyndrar byssulöggjafar og hærri glæpatíðni.

Eiríkur (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 02:22

2 identicon

Samkvæmt mínum heimildum þá settu Bretar lög á "Bandaríkjamenn" (fyrir sjálfstæði) að þeir mættu ekki eiga byssur.

Bretar voru að missa öll tök og voru þeir að reyna að afvopna þjóðina.

Út frá þessu voru sett ströng lög um að aldrei mætti banna manni að eiga vopn og þau gilda en.

Hér eru fínir þættir sem fara í gegnum þessa sögu og fl.

http://www.imdb.com/title/tt1641653/?ref_=nv_sr_6

Snorri (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 08:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslendingar grípa yfirleitt það sem hendi er næst þegar þeir drepa hver annan, brennivínsflösku, sagði Sigurður Líndal lagaprófessor.

Þorsteinn Briem, 16.6.2017 kl. 09:47

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að Canadamenn eigi fullt eins margar byssur og Kanar. Það eru bara ekki byssurnar sem drepa heldur fólkið sem heldur á þeim. Alveg eins og skæri, skrúfjárn eða hvað annað. Það er hugurinn að baki sem skiptir máli. Og Canadamenn og líka Íslendingar, sem eiga hlutfallslega mikið af byssum9 eru miklu ólíklegri til að drepa hvern annan en Kaninn. Það er bara svoleiðis.

Halldór Jónsson, 16.6.2017 kl. 15:16

5 identicon

"Guns don't kill people, people do." NRA quote. Silly Charlton Heston liked it.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband