Hver er eðlileg bilanatíðni, viðhald og rekstraröryggi?

Í borgarstjóratíð Birgis Ísleifs Gunnarssonar var farið út í mjög kostnaðarsamt og metnaðarfullt verkefni varðandi frárennslismál í Reykjavík.  

Þetta var það stórt verkefni að það þurfti átakk til að koma því í gegn. 

Eins og títt er um fjárfestingar í nýjum búnaði og tækjum bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum, var aldrei minnst á rekstrarkostnað hreinsistöðvanna, endingu og eðlilegt og nauðsynlegt viðhald. 

Hvaða kröfur þarf að gera um búnað og viðhald til þess að svipað gerist ekki aftur í svona miklum mæli?

En það er erfitt að dæma um nýjustu uppákomuna í þessum skólpmálum, nema að fara rækilega ofan í saumana á þessum nauðsynlega þætti í nútíma hreinlætismálum. 


mbl.is „Þurfum að fara yfir þetta frá A til Ö“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hafa háskólamenntaðar konur tekið við og þær hafa ekkert álit á fyrirbyggjandi viðhaldi og skáru niður um 20 milljarða sem hægt er að nota til gæluverkefna.

GB (IP-tala skráð) 9.7.2017 kl. 10:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarmaðurinn "GB" hefur löngum verið iðinn við að ráðast hér á annað fólk undir nafnleysi sínu og að sjálfsögðu telur hann háskólamenntaðar konur í öllum greinum, þar á meðal tæknigreinum, vera mun heimskari en karlmenn.

Eins gott að eiginkona "GB" sé ekki háskólamenntuð.

Þorsteinn Briem, 9.7.2017 kl. 15:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fráveitukerfi Veitna þjóna um helmingi landsmanna og hreinsistöðvar fyrirtækisins enn fleirum.

Eftir hreinsun er frárennsli veitt út í sjóinn á Sundunum, um fimm kílómetra frá ströndinni.

Í uppsveitum Borgarfjarðar reka Veitur fjórar lífrænar hreinsistöðvar.

Við rekum fráveitu í þremur sveitarfélögum."

Þorsteinn Briem, 9.7.2017 kl. 15:23

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veitur - Veitusvæði:

"Veitusvæði okkar er að mestu á höfuðborgarsvæðinu en einnig víða á Suður- og Vesturlandi.

Lagnakerfið er ansi stórt, en lagnir og strengir eru alls 9.000 km að lengd, sem samsvarar vegalengdinni frá Reykjavík til Shanghai.

Um borg og bý eru ýmis mannvirki á okkar vegum; aðveitustöðvar, dreifistöðvar, rafmagnsskápar, borholur, tankar, dælustöðvar, brunnar, brunahanar, ljósastaurar og hreinsistöðvar.

    • Við rekum hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu og á 16 öðrum stöðum á Suður- og Vesturlandi. Við veitum 66% Íslendinga heitt vatn.

    • Við rekum rafveitu í 6 sveitarfélögum.

    • Við rekum vatnsveitu á 12 stöðum auk þess að sjá tveimur sveitarfélögum fyrir vatni. Við veitum rúmlega helmingi Íslendinga kalt vatn.

    • Við rekum fráveitu í þremur sveitarfélögum."

    Þorsteinn Briem, 9.7.2017 kl. 15:35

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband