"Hann rignir alltaf..." kvað Shakespeare.

Þrú lög í diskasettinu "Hjarta landsins - náttúran og þjóðin", eru samin við ljóð eftir óumdeilanleg stórskáld. 

Það er lögin "Ferðalok" við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, "Hallormsstaðaskógur" við ljóð Halldórs Laxness og "Hann rignir alltaf" eftir við ljóð Williams Shakespeare, sem hann setti í lok leikritsins Þrettándakvöld.

Fyrir því lagi sem höfundar, eins og það birtist á plötunni, teljast Halldór Haraldsson og ég.

Þetta var fyrsta lagið, sem ég söng á leiksviði 1959 í uppsetningu Herranætur M.R. í Iðnó. 

Veðrið kemur mjög við sögu í sambúð þjóðarinnar við náttúru landsins og gerir það einnig í mörgum laganna.  

Eitt lagið heitir meira að segja "Rok og bylur." 

Lagði "Hann rignir alltaf" hefur átt ansi oft við í vor með viðlagi sínu, "Hann rignir alltaf dag eftir dag."

Aðeins á Íslandi og í Færeyjum er jafn svalt í Evrópu um hásumar og á Íslandi. 

Á móti kemur að júní og júlí bjóða upp á mestu birtuna á árinu. 

Það vorar seinna hér á landi og haustar fyrr en annars staðar í Evrópu. 

Þegar framangreint er lagt saman er útkoman sú að við ættum að reyna að vera hér heima á skerinu yfir hásumarið. 

En það rekst svolítið á aðal sumarleyfatímann. 

Besti tíminn til utanferða er auðvitað í janúar, en þá verður hins vegar að fara svolíti langt til að krækja sér í nógu hlýtt veður. 


mbl.is Íslendingar flykkjast út úr landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður er einnig lentur í ferðalögum.

Hér í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, er þægilegur hiti, um 20 stig, en í Búdapest hefur verið of heitt fyrir mig, yfir 30 stig, þannig að ég hef nú leigt íbúð hér í sumar og held áfram að skoða borgina en Búdapest bíður kaldari daga.

Þorsteinn Briem, 9.7.2017 kl. 16:12

2 identicon

"Aðeins á Íslandi og í Færeyjum er jafn svalt í Evrópu um hásumar og á Íslandi. " Hvernig ber að skilja þessa setningu? Til eru staðir í Evrópu sem eru kaldari um hásumar en Ísland og Færeyjar.

"Á móti kemur að júní og júlí bjóða upp á mestu birtuna á árinu. " Eins og allstaðar í Evrópu. Júní og júlí eru björtustu mánuðirnir um alla Evrópu.

"Það vorar seinna hér á landi og haustar fyrr en annars staðar í Evrópu." Ef aðeins er miðað við þann hluta Evrópu sem er sunnar en Ísland. Í Evrópu eru staðir þar sem vorar seinna og haustar fyrr en á Íslandi. Og Golfstraumurinn færir okkur hita sem gerir heitara hér en ætti að vera miðað við hnattstöðu.

Eins og sést á meðfylgjandi Evrópukorti þá er Evrópa ekki öll fyrir sunnan Ísland.

Hábeinn (IP-tala skráð) 9.7.2017 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband