Margar slysagildrur í sólinni.

Á fyrsta áfanga kynningar og tónleikaferðar 2000 kílómetra hringina tvo í íslenska vegakerfinu var strax skautað á fullri ferð út á flughált nýlagt malbik, nokkurra kílómetra langt vestan við Sandskeið og síðan mun óvænna í hringtorginu við Hveragerði. 

Mér er kunnugt um alvarleg vélhjólaslys á svona köflum, sem eru hættulegir og flughálir við öll skilyrði, en þó einkum í steikjandi sólskini eða rigningu. 

Það ætti að vera skylda að setja upp aðvörunarmerki tímanlega fyrir ökumenn þegar þeir koma að svona stöðum. 

Svo hált er á svona köflum, að um daginn þegar ég ætlað að taka rólega af stað við ljós á nýju malbiki spólaði hjólið samt, og er það í eina skiptið sem slíkt hefur gerst hjá mér eftir að ég byrjaði á því fyrir ári. 


mbl.is Sólríkt og 20 gráður í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband