Umskipti við Fagurhólsmýri. Hvað um bleiku rúllurnar?

Það voru að minnsta kosti tvenn umskipti í veðrinu á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í dag og í kvöld á litla Honduvélhjólinu "Létti með diskasettin og hljómflutningsgræjurnar. DSCN8762

Myndirnar sem fara að birtast á síðunni voru teknar í þessu ferðalagi og geta vakið spurningar. 

Á Suðurlandi og alla leið austur í Öræfi var norðvestan og síðar suðvestan gola og góður hiti. 

En við Fagurhólsmýri urðu umskipti og þaðan og austur á Hornafjörð var svalara og rigndi. 

Aftur urðu umskipti í Lóninu og svalt en þurrt þaðan. 

Á norðurhluta Öxi var enn kaldara og þokuslæðingur norður um. DSCN8764

Meðal þess, sem vakti athygli á leiðinni var gamalt deilumál varðandi heybaggarúllur. 

Spurningin hvort Gunnar á Hlíðarenda hefði sagt: "Fögur er hlíðin...bleikir heybaggar og slegin tún." 

Ég held að Gunnar hefði sagt þetta, vegna þess að Íslendingar þess tíma voru svo miklir búmenn, að það sem var búsældarlegast var fegurst. 

Fjallið Sáta á Snæfellsnesi fékk frekar það nafn en konubrjóst, sem Sáta líkist þó mest. 

En bleiki liturinn er ýmsum þyrnir í augum vegna þess, að gagnstætt við grænar, hvítar og svartar rúllur, finnst þessi bleiki litur ekki í íslensku landslagi eins og hinir. DSCN8763

Og meira að segja bláu rúllurnar, sem blöstu við hjá bænum Vík vestan við Hvalnes, voru ekki alveg með íslenska bláa litinn, þegar farið var þar framhjá í kvöld. 

Hvað finnst lesendum síðunnar um þetta?DSCN8765


mbl.is Mesti hitinn á Hellu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Snemmsumars þegar að ég var á ferðinni og sá þessar bleiku rúllur á engjum suðurlands furðaði ég mig á þessum lit og hafði orð á þessu við manneskju sem er tengd búskap. Hún sagði að þessi litur væri til að minna á þá sem eru að berjast við krabbamein enda bleikur litur tengdur málstað krabbameinssjúklinga. Ég kann alltaf best við græna litinn á heyrúllum......cool  Litirnir hafa verið allskonar sl ár. Grænir,hvitir,svartir.En það gladdi mig mest hversu snemma bændur voru búnir að slá og hirða.kiss

Ragna Birgisdóttir, 11.7.2017 kl. 09:26

2 identicon

svart er viðast hvar notað í evrópu uppruni grænaplastsins er frá svíðjóð fuglar sækja minna í svart þarf ekki að spilla útsíni viðhvæmra líkist helst grjóti úr fjarlægð. en gaman verður að brufa blátt hvort hrafninn og máfurinn skemti sér líka við þann lit verður fróðlegt að spá.  til að fá grænan þarf að blanda saman nokkrum litum sem ætti að gera það plastekki eins náttúruvænt en hreinir litir 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 11.7.2017 kl. 16:46

3 identicon

Sá sem séð hefur eyrarrós, lambagras eður blóðberg velkist ekki í þeirri villu bleikt sé ekki til í íslenzku landslagi.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 12.7.2017 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband