Hvað, ef menn hefðu lagst gegn hitaveitunni fyrir 80 árum?

Furðu gegnir að á því herrans ári 2017 megi sjá pistlahöfunda leggjast gegn því að tekin sé upp notkun rafbíla hér á landi.

Rafbílar henta afar vel fyrir orkubúskap okkar, því að séu innviðir réttir, taka þeir upp orku sína af raforkukerfinu á næturnar, þegar önnur not hennar eru hvað minnst.

Þar af leiðandi er það að miklu leyti rangt að við eigum ekki nóg af orku fyrir bílana, nema að fara að virkja í stórum stíl.

Við höfum þegar virkjað fimm sinnum meira en við þurfum fyrir íslensk heimili og fyrirtæki, en andmælendur rafbíla eru flestir eindregnir stóriðjuaðdáendur og fylgjandi því að við látum erlend stórfyrirtæki fá raforku okkar á spottprís og flytja helst allann ágóðann tekjuskattfrjálsan úr landi.

Fyrir 80 árum hófst nýting heits jarðvatns til húsaupphitunar á Íslandi, og mikil bylting í þeim efnum var framkvæmd í kringum 1980. 

Að amast við því að minnka notkun jarðefnaeldsneytis nú er svipað og ef menn hefðu barist gegn notkun heita vatnsins á síðustu öld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef náttúruverndarsamtök íslands hefðu verið við lýði fyrir 80 árum væri engin hitaveita í dag.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.8.2017 kl. 07:04

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að halda því fram að "andstæðingar" rafbíla séu einkum þeir sem eru aðdáendur stóriðju er auðvitað bull. Það er hinsvegar nokkuð gott að aðdáendur rafbíla séu nú loks að koma út úr skápnum með þær hugmyndir sínar að þetta tvennt geti ekki þrifist saman hér á landi.

Reyndar þekki ég engan "andstæðing" rafbíla, hins vegar eru til margir efasemdarmenn þeirra. Þar kemur einkum til að þessi tækni á enn nokkuð í land með að teljast viðunandi miðað við annað sem í boði er. Vissulega fer tækninni fram og sjálfsagt mun sá tími koma að bera megi þessa kosti saman. Þá gæti þurft að virkja meira fyrir bílaflotann.

Það eru einnig nokkrir sem efast um að rafvæðing bílaflotans muni hafa einhver afgerandi áhrif á myndun Co2 í andrúmsloftinu, til þess er þáttur bílaumferðar svo lítill af heildinni.

Og einnig eru til efasemdarmenn um hvort Co2 hafi virkilega þau áhrif á hlýnun jarðar sem af er látið. Jafnvel að aukning Co2 sé afleiðing hlýnunnar en ekki orsök. Þar er einkum um að ræða vísindamenn á sviði andrúmsloftsins. Leikmenn þora lítið að taka undir þau sjónarmið.

Annars tek ég heilshugar undir athugasemd Jósefs Smára, hér fyrir ofan.

Gunnar Heiðarsson, 3.8.2017 kl. 07:53

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú verður nú seint ásakaður um of mikið raunsæi Ómar góður. En jarðefnaeldsneyti er langódýrasta samgönguorka sem fátækt fólk á kost á utan fótanna sinna. Í ljósi þess hvað útblástur okkar Íslendinga skiptir eiginlega akkúrat núll máli í heiminum þá eigum við að nota olíuna. Þú munt seint fá rafflugvél eða fótstigna. 

Halldór Jónsson, 3.8.2017 kl. 08:30

4 identicon

Olíkreppan sem byrjaði 17 október 1973 (viðskiptaþvinganir á stuðningmenn Ísrael) varð til þess að það varð fjárhagslega hagkvæmt að leggja hitaveitu m.a. frá Svartsengi það var þó tæpt þó herinn á Miðnesheiði keypti mikið magn.

Slíkar ytri aðstæður gætu flýtt fyrir rafbílavæðingu en annars mun þetta gerast mjög hægt

Grímur (IP-tala skráð) 3.8.2017 kl. 10:23

5 identicon

Í Þýskalandi er útblástur á koldíoxíð (CO2) vegna bílaumferðar ca. 18% af heildinni. Koldíoxíð er gróðurhúsalofttegund, það vitum við eðlis- og efnafræðingar og losun þess hefur aukist um ca. 45% síðan í byrjun iðnvæðingar. Allar efasemdir um áhrif koldíoxíðs á hlýnun jarðar falla inn í svipaða kategóríu og efasemdir um þróunarkenningu Darwins. sem sagt vanþekking, ef ekki pólitískur rétttrúnaður. Einkum skoðun ignorant íhaldsmanna, "intelligent design" ídíóta. Sú fullyrðing að við á skerinu séum svo fámenn að ofneysla okkar og bruðl hafi lítil áhrif á heildina er ekki röng, lýsir hinsvegar frekju og banality.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.8.2017 kl. 10:55

6 identicon

 Sæll Ómar.

Rafbíllinn er skilgetið afkvæmi feðraveldisins
þar sem karlar skenkja sjálfum sér konunglegum gjöfum
en síðan kostar allt ózonlagið að farga þessum fjanda.

Darwin Affenborough hefði aldrei getað tjaslað
þessu saman í vitrænt samhengi og er þá langt til jafnað!

Húsari. (IP-tala skráð) 3.8.2017 kl. 12:02

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágætt Halldór Jónsson kl. 08,30. Olían er þarna og henni er auðvelt að breyta í hverskonar afl, en  auðvita fáum við rafbíla og grasfóður til þess að geta prumpað almennilega svo jurtirnar dafni.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.8.2017 kl. 12:54

8 Smámynd: Alexander Briem

3.4.2017:

""Ég held að við þurfum ekki að reisa eina einustu virkjun.

Það sem rafbílar taka er mjög lítið og spá segir okkur að innan 15-20 ára verði komnir hundrað þúsund rafbílar í landinu.

Þessir bílar þurfa ekki nema 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í landinu í dag og til að fullnægja því höfum við 10-15, jafnvel 20 ár.

Þannig að við þurfum í rauninni ekki að virkja neitt til að skipta yfir í rafmagn í umferðinni," segir Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur."

Þarf ekki nýjar virkjanir fyrir rafbílavæðinguna segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Alexander Briem, 3.8.2017 kl. 16:11

9 Smámynd: Alexander Briem

"En jarðefnaeldsneyti er langódýrasta samgönguorka sem fátækt fólk á kost á utan fótanna sinna."?!

Halldór Jónsson, 3.8.2017 kl. 08:30

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan LEAF þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.

Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.

Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn

Alexander Briem, 3.8.2017 kl. 16:16

10 Smámynd: Alexander Briem

"... kostar allt ózonlagið að farga þessum fjanda."?!

Húsari 3.8.2017 kl. 12:02

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Alexander Briem, 3.8.2017 kl. 16:20

11 Smámynd: Alexander Briem

"Ef náttúruverndarsamtök íslands hefðu verið við lýði fyrir 80 árum væri engin hitaveita í dag."?!

Jósef Smári Ásmundsson, 3.8.2017 kl. 07:04

Að sjálfsögðu vilja náttúruverndarsamtök nota kol og olíu í staðinn fyrir heitt vatn úr jörðinni.

Í Landnámu og Sturlungu var getið um notkun heitra lauga til baða. Konur í Reykjavík gengu Laugaveginn að Þvottalaugunum í Laugardal og Reykjavík heitir eftir gufunni sem steig upp af laugunum.

Hitaveita Reykjavíkur nýtti fyrst heitt vatn úr borholum við laugarnar og heitt vatn var notað í ullarverksmiðju í Mosfellssveit.

Rafbílar á Íslandi, sem munu að mestu leyti nota raforku frá virkjunum í Landnámi Ingólfs Arnarsonar, taka fljótlega við af hefðbundnum bensínbílum.


Og ekki þarf að reisa sérstakar virkjanir vegna rafbílanna, því þeir verða að mestu leyti hlaðnir á nóttunni þegar raforkunotkun heimilanna er minnst að öðru leyti.

Alexander Briem, 3.8.2017 kl. 16:36

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er Steini Briem búinn að fá sér nýtt nafn og kennitölu?smile

Jósef Smári Ásmundsson, 3.8.2017 kl. 17:26

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hver veit? Fjölföldunartækni (copy paste) getur falist í fleiru en að fjölfalda sjálfan sig á gamla mátann. 

Ómar Ragnarsson, 3.8.2017 kl. 19:10

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jósef Smári. Fyrir 37 árum voru náttúruverndarfélög orðinn jafn öflug og nú. 

Laxness skrifaði fræga grein: "Hernaðurinn gegn landnu". Náttúruverndarmenn sprengdu upp stíflu í Laxá. 

Undir forystu Birgis Kjarans og Eysteins Jónssonar setti Náttúruverndarráð fleiri fyrirbrigði á Náttúruminjaskrá en dæmi eru um á jafn stuttum tíma. 

Ekki eru hin minnstu dæmi um að náttúruverndarsamtök og náttúruverndarfólk hafi amast við einni einustu hitaveitu til húshitunar og hafa ekki gert það enn. 

Ómar Ragnarsson, 4.8.2017 kl. 23:34

15 identicon

Það væri fróðlegt að sjá samanburð á kostum og göllum þessara tveggja valkosta, jarðefnaeldsneyti og rafmagns.

Jóhannes (IP-tala skráð) 5.8.2017 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband