Því miður ekki varðveitt fyrsta sjónvarpsmyndin af honum.

Þegar ég hafði nýhafið störf sem íþróttafréttamaður hjá Sjónvarpinu 1969 varð látið verða af hugmynd um að sýna fleira en íþróttir þeirra fullorðnu, sem lengst væru komnir. 

Fyrir valinu varð leikur á Melavellinum þar sem stórefnilegt unglingalið Vestmannaeyinga lét ljós sitt skína. 

Einkum vakti hinn knái og snjalli Ásgeir Sigurvinsson athygli og náðust af því myndir. 

Þetta var á frumbýlingsárum Sjónvarpsins og það var rándýrt að varðveita upptökur. 

Það hefði verið gaman ef myndirnar af Ásgeiri hefðu varðveist, en því miður eru þær ekki til. 

Ásgeir var ekkert venjulegur afreksmaður. Það er ekki hver sem er, sem segir um útlending að ef hann hefði verið vestur-þýskur ríkisborgari hefði hann orðið fyrirliði landsliðs þessarar voldugu þjóðar, sem á þessum árum átti gullaldarlandslið, sem varð heimsmeistari. 

En þetta sagði einn helsti afreksmaður þýska fótboltans á sínum tíma. 

Ásgeir var valinn besti leikmaður Bundesligunnar og það er heldur ekki hver sem er, sem getur hampað slíkri vegsemd og viðurkenningu. 


mbl.is Fyrsti titill Ásgeirs á glæstum ferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður Grétarsson og Birkir Bjarnason spiluðu fótbolta með svissneskum liðum og stóðu sig mjög vel.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.8.2017 kl. 11:15

2 identicon

Fékk tíma til að þroskast hjá Standard. Varamaður fyrir Breitner hjá Bayern en blómstraði hjá Stuttgart. Þýzkalandsmeistari og evrópumeistari ef Maradonna hefði ekki verið í stuði hjá Napoli

Grímur (IP-tala skráð) 12.8.2017 kl. 19:23

3 Smámynd: Már Elíson

Það breytir því ekki að.."Ásgeir var valinn besti leikmaður Bundesligunnar og það er heldur ekki hver sem er, sem getur hampað slíkri vegsemd og viðurkenningu..."... - Alveg sama hvað "Haukur" reynir að gera til að draga úr afrekinu og til að dreifa athyglinni frá með upplýsingum um aðra leikmenn annarsstaðar. - Dæmigert fyrir hann, svo sem...

 

Már Elíson, 12.8.2017 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband