Ótrúlegt og mikilvægt í senn.

Það er ótrúlegt afrek, ef rétt reynist, að flak malasísku þotunnar MH370 hafi fundist í víðáttum Indlandshafs. 

Það var líka afrek á sínum tíma að finna flak AF-447, sem fórst á Suður-Atlantshafi á sínum tíma, en sá fundur upplýsti um orsök slyssins og hafði í för með sér endurbætur á þjálfun flugmanna.  

Raunar er ljósmyndin sem birtist með tengdri frétt á mbl.is villandi, því að hún sýnir skugga vélar með fjórum skrúfuhreyflum en ekki þotuhreyflum á aftursveigðum vængjum Boeing 777, auk þess sem af fréttinnni má ráða að flak MH370 sé ekki í pörtum. 

Það yrði mjög mikilvægt vegna nauðsynjar á að upplýsa um orsök þessa mjög svo dularfulla hvarfs ef hægt yrði að rannsaka þetta flak.

Öryggi í flugi á okkar tímum byggist að stærstum hluta á niðurstöðum á rannsóknum á flugslysum, sem leiddu til úrbóta á fjölmörgum atriðum í hönnun og smíði flugvéla og þjálfun og vinnubrögðum flugliða.  

 


mbl.is Hafa staðsett flak malasísku þotunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Flugliðar". Gott orð. En ekki "meðlimir áhafnar."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 11:01

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orðið sjóliðar hefur fyrir löngu fest sig í málinu, góðu heilli, og engum hefur fundist það asnalegt eða lítt skiljanlegt orð. 

Sjóliðar eru að vísu í sjóher, en orðið skipverjar er einnig auðskiljanlegt og þjált og helmingi styttra en orskrípið áhafnarmeðlimir. 

Vel mætti prófa að nota orðið flugverjar um áhafnir flugvéla. 

Ómar Ragnarsson, 18.8.2017 kl. 12:51

3 identicon

Og flugverjur, en ekki flugfreyjur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 12:57

4 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Ómar

Þær voru nokkuð líkar þessar tvær MH 370 og MH 17, og ýmislegt ennþá grunsamlegt við þetta allt saman. 

Image result for MH 370  MH 17 RUSSIA
Related image

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 18.8.2017 kl. 13:33

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það kemur hvergi fram í fréttinni að sjálft flakið sé fundið heldur að vísindamenn hafi reiknað út staðsetningu þar sem þeir telja að það sé að finna. Svo á væntanlega eftir að fara á þann stað og leita til þess að komast að því hvort þeir hafi rétt fyrir sér.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2017 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband