Var einhver að tala um að "moka í göngin"?

Það þarf að leita með logandi ljósi ef það á að finna einhver opinber ummæli málsmetandi fólks um það að hætta beri við Vaðlaheiðargöng og "moka aftur í þau" eins og bæjarstjóri Húsavíkur orðar það. 

Raunar er þetta sennilega í fyrsta sinn sem þetta heyrist, því að öllum er það ljóst, að tjónið af því að hætta við göngin á allra síðasta hluta gerðar þeirra yrði miklu meira en ef haldið er áfram. 

Þegar hefur kostnaðurinn orðið miklu meiri en upphaflega var áætlað og sá viðbótarkostnaður verður augljóslega ekki kallaður til baka, heldur stæðu menn frammi fyrir mesta mögulega fjártjóni með því að hætta við göngin nú. 

Eini tilgangurinn sem hægt er að sjá með því að gefa í skyn að einhver vilji "moka í göngin" er sá að setja þá, sem efuðust um upphaflegu áætlunina, í eins slæmt ljós og unnt er.  

 


mbl.is Ekki mokað aftur í göngin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Væri það ekki samstofna við að hætta við að og loka United Silicone í Helguvík vegna þessa hversu illa hefur gengið að klára dæmið?

Halldór Jónsson, 21.8.2017 kl. 13:34

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Pilsfaldakapítalismi er sá kapítalismi nefndur í hálfkæringi sem starfar alfarið undir merkjum markaðarins þegar vel árar, og er að mestu á móti öllum ríkisútgjöldum, en vill svo skyndilega að ríkið komi hlaupandi og hjálpi þegar illa árar.

Slíkur kapítalismi er ekki samkvæmur sjálfum sér, samkvæmt þeim sem taka sér hugtakið í munn.

Pilsfaldakapítalisminn er kenndur við pilsfaldinn vegna þess að börn leita oft í skjól móður sinnar þegar eitthvað kemur upp á, og þannig er eins og þeir kapítalistar sæki í skjól ríkisins þegar það hentar þeim."

Þorsteinn Briem, 21.8.2017 kl. 14:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur J. Sigfússon veitti margra milljarða króna ívilnanir vegna kísilvers á Húsavík sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, segir nú að verði einnig að gilda fyrir álver í Helguvík.

Steini Briem, 4.9.2013

Þorsteinn Briem, 21.8.2017 kl. 14:27

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Ríkið
veitir skattaívilnanir fyrir 1,5 milljarða króna.

Ef áætlanir standast gæti framleiðslan hafist 2016 og gert er ráð fyrir að hún verði aukin upp í 66 þúsund tonn síðar.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir
vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið
greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.


Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Þorsteinn Briem, 21.8.2017 kl. 14:27

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.6.2015:

"Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, gefur lítið fyrir gagnrýni "eftiráspekinga" á framkvæmd Vaðlaheiðarganga sem nú er komin einn og hálfan milljarð fram úr kostnaðaráætlun.

Hann segir að gerð ganganna hafi verið forsenda þess að ráðist var í iðnaðaruppbyggingu á Bakka."

Þingmaður í Norðausturkjördæmi blæs á gagnrýni "eftiráspekinga" á Vaðlaheiðargöng

Þorsteinn Briem, 21.8.2017 kl. 14:28

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.6.2013:

"Nýjustu rannsóknir jarðvísindamanna sýna að aðkallandi er að gera nýtt mat á jarðskjálftavá á Norðurlandi.

Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu er til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík
og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum, að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands."

"Þriðjungurinn af hreyfingunni er á Húsavíkurmisgenginu, sem menn hafa mestar áhyggjur af, og það liggur beint í gegnum Húsavík.

Það misgengi er fast, ljóst er að þar hefur safnast upp spenna í stóran skjálfta og rannsóknir staðfesta að sú spennusöfnun er enn í gangi," segir Páll og bætir við að virkasta sprungugreinin, eða misgengið, sé kennt við Skjólbrekku.

"Það er í raun í framhaldi af Húsavíkurfjalli út í sjó og á þessu misgengi eru menn að hugsa um að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka.

Það þarf að endurmeta jarðskjálftahættuna í sambandi við það."

"Skemmdir verða ekki stóralvarlegar ef upptökin eru úti í sjó en þegar fjarlægðin er orðin minni en fáeinir kílómetrar eru kraftarnir orðnir afar miklir og ófyrirsjáanlegir," segir Páll."

Endurmeta þarf staðsetningu kísilvers við Húsavík


Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 - Húsavík (pdf)


Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu sé til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Þorsteinn Briem, 21.8.2017 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband