Voru mistök dómsmálaráðherra þúfan, sem velti hlassinu...?

Þegar Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni frá því í trúnaði, að faðir hans hefði skrifað umsögn um ósk manns, sem vildi fá uppreisn æru eftir að hafa afplánað stærstu refsingu, sem veitt hafði verið í málum af hans toga, kom hún Bjarna í raun í ómögulega stöðu.

Af því að hún sagði Bjarna þetta í trúnaði, hefði Bjarni sjálfur rofið trúnað við hana, ef hann hefði greint öðrum frá þessu.

Hann átti þá aðeins einn annan kost, að halda trúnaðinn og leyna þar með þessu fyrir öðrum ráðherrum.

Sem sagt: Annað hvort trúnaðarbrot við dómsmálaráðherra eða trúnaðarbrestur gagnvart samstarfsráðherrum. 

Með því að velja seinni kostinn var tekin sú augljósa áhætta að einhverjir ráðherranna eða annar hvor samstarfsflokkurinn teldi slíka leyndarhyggju valda trúnaðarbresti.  

Málið væri dropinn sem fyllti mælinn eftir þúfan velti hlassinu.

Draga má því þá ályktun að dómsmálaráðherra hefði átt að ihuga það betur, hvaða stöðu hún var að koma þessu máli í snemma í júlí með því að "leka" trúnaðaratriði í einn mann.  

 


mbl.is Áfall að heyra af undirskriftinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er sannleikurinn í þessari stöðu fótum troðinn. Sannleikurinn er að Björt framtíð hefur ítrekað mælst undir mörkum þess að komast inn á þing í næstu kosningum. Eitthvað varð að gera og það að reka rítinginn í bak Bjarna fannst þeim flottur leikur en ekki er víst að þeim verði kápan úr því klæðinu, vonandi ekki.

Örn Johnson ´43j (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 17:37

2 identicon

„Af því að hún sagði Bjarna þetta í trúnaði, hefði Bjarni sjálfur rofið trúnað við hana, ef hann hefði greint öðrum frá þessu.“ Furðuleg röksemdarfærsla hjá Ómari. Hvaða trúnað hefði hann rofið. Henni var skylt að segja forsætisráðherranum sem öðrum ráðherrum frá þessu. Þeim báðum hefði strax átt að vera ljós að það gengi ekki að halda þessu leyndu. Kindergarten!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 17:38

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Björt framtíð gafst einfaldlega upp á alvöru pólitík og notaði ódýrt mál til að koma uppgjöf sinni yfir á aðra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.9.2017 kl. 17:47

4 identicon

Bjarni Ben er ekki meðmælandi í þessu máli en hvar stendur forsetinn sem samþykkti endanlega þetta mál með staðfestingu sinni fyrir hönd þjóðarinar?

Mér finnst eins og forsetinn sé að sleppa ódýrt því ég upplifi hann sem síðasta öryggisventilinn sem fjórða meðmælandann í þessu máli sem eftirlitsaðila þjóðarinar.

Mér finnst eins og forsetinn hafi á allra síðustu dögum verið að þvo hendur sínar í þessu máli afhverju er ég ekki búinn að átta mig á en það er eitthvað sem fær mig til að stoppa og hugsa hvað það gæti verið en fyrsta sem mér datt í hug var að forsetinn væri kominn á fullt í pólitíkina

Kær kveðja með von um kosningar fyrir áramót,Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 18:06

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson í dag:

"Það er satt að segja sláandi munur á því að starfa í fjölbreyttum, traustum og breiðum meirihluta í borgarstjórn og því sem gengið hefur á í landsmálunum undanfarin misseri.

Við erum ekki alltaf sammála í borginni en við virðum skoðanir hvers annars, ræðum okkur alltaf að niðurstöðu og finnum til sameiginlegrar ábyrgðar gagnvart mikilvægu verkefni.

Síendurtekin ríkisstjórnarslit minna helst á kjörtímabilið sem Sjálfstæðisflokkurinn fór með völd í Reykjavík, þegar ekki færri en fjórir meirihlutar sátu. Þeirra tíma saknar enginn.

Í mínum huga er ekkert annað í stöðunni nú en að rjúfa þing og boða til kosninga.

Og ég vona að við fáum trausta jafnaðar-og félagshyggjustjórn, rétt einsog í borginni. Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Í borgarráði í gær voru fjölmörg góð mál. Við samþykktum að fjölga íbúðum í Spönginni 3-5 og Móavegi 2-4 þannig að íbúðir verða á bilinu 130-156.

Svo var stjörnuver samþykkt við Perluna. Við samþykktum skipulag fyrir hjúkrunarheimili við Sléttuveg þar sem íbúðum verður líka fjölgað.

Við samþykktum gjaldskrá og reglur fyrir deilibíla til að greiða götu þeirra en eins og ég sagði frá síðast, þá ætlar Zip Car að opna í Reykjavík í næstu viku.

Og við samþykktum að bjóða út framkvæmdir vegna uppsetningar á 58 hleðslustöðvum.fyrir rafbíla á 13 stöðum í borginni.

Við samþykktum líka að bjóða út lagnagerð og götur og stíga á Gufunesi sem nú gengur í endurnýjun lífdaga, með uppbyggingu og nýju kvikmyndaveri.

Við áætlum að hefja framkvæmdir þar á næsta ári fyrir um 100 milljónir.

Við samþykktum líka fela ÍTR að hefja viðræður við Víking um aðstöðumál félagsins, lóðarmörk og uppbyggingarmál í Víkinni.

Samhliða þessum viðræðum skal vinna þarfagreiningu fyrir Víking hvað varðar aðstöðu, þjónustu og rekstur mannvirkja."

Þorsteinn Briem, 15.9.2017 kl. 18:07

6 identicon

Ananas og buff, takk!

(óþarfi að skrifa heilan pistil um flokk
sem þegar heyrir öskuhaugum sögunnar til)

Húsari. (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 19:09

7 identicon

Hvað vill FÓLK

eftir ræðu BB í dag þá er ljóst að það er ENGINN á Íslandi betri til að leiða þjóðina ég skora á einhvern að nefna dæmi um slíka persónu

Grímur (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 21:09

8 identicon

Ég bíð spenntur hvað gerist á Bessastöðum á morgun þegar Bjarni Ben hittir forsetann!

Ég óttast að það sé búið að mynda nýja ríkistjórn sem á að keyra stjórnarskrá breytingarnar í gegnum þingið sem verður ESB sinnum að skapi. Það þarf að fara fyrir tvö þing til samþykktar allar breytingar á stjórnarskráni.

Þess vegna óttast ég að kosningar verða ekki boðaðar strax en sem fyrst eftir að fyrra samþykki þá hjá nýja þingmeirihlutanum fyrir breytingunum á stjórnarskráni er í höfn.

Erum við að horfa upp á ESB fléttu sem tryggir á endanum að við sogumst þangað inn hvort sem við viljum eða ei

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 22:15

9 identicon

Sjálfsagðasta leiðin til að koma í veg fyrir að Ísland verði "failed state" er að ganga í ESB (EU).

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 22:54

10 identicon

Hver segir annars að heimild til þingrofs
verði veitt eða samþykkt?

Eða eins og glugghrossið Tófanóva sagði forðum:
Langar ekki drenginn líka?!

Húsari. (IP-tala skráð) 16.9.2017 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband