Einfalt og gamalt mál allt í einu orðið svona voðalega flókið.

Aðferð andstæðinga breytinga á stjórnarskránni hafa beitt alkunnri aðferð úr íþróttum, leiktöf. 

Í stjórnarskrármálinu hafa þeir lagt sig fram um það síðan vorið 2009 þegar Framsóknarflokkurinn gerði Stjórnlagaþing að helsta kosningamáli sínu, að tefja, trufla, flækja, þvælast fyrir, beita úrtölum, rugla fólk í ríminu og draga málið sem mest á langinn. 

Á þeim rúmlega átta árum sem stjórnarskrármálið hefur verið á dagskrá hefur gefist nægur tími til að athuga hvernig þjóðaratkvæðagreiðslum er háttað í öðrum löndum og velja skásta kostinn.

Þegar lögð er til aðeins ein grein í stjórnarskránni er það að mati úrtölumanna enn einu sinni orðið "alveg galið að ætla sér í tímapressu að setja inn ákvæði af þessu tagi."

 

 


mbl.is „Galið“ að afgreiða málið í tímapressu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér ertu að hagræða sannleikanum all svakalega Ómar. Bráðabirgðarstjórni 2009 ætlaði að rjúka í stjórnarskrarbreytingar til að ryðja veginn fyrir aðildarumsókn í ESB. Það var upphaf stjórnarskrármalsins. Framsók stöðvaði þann flumbrugang með því að setja það sem skilyrði fyrir stuðningi við þessa stjórn að efnt yrði til stjórnlagaþings. Nú er þetta orðið koningamál Framsóknar. Þér er ekki sjálfrátt, svei mér þá.

Skoðaðu þennan link einu sinni enn til að leiðrétta þessar hrikalegu ranghugmyndir þínar.

http://www.visir.is/g/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2017 kl. 02:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009, bls. 4:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi
sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 02:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Rúmlega 90% þingfulltrúa á rúmlega 900 fulltrúa flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti að hefja ætti aðildarumsókn [að Evrópusambandinu]."

Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 02:41

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn í öllum flokkum greiddu atkvæði með aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu 16. júlí 2009.

Þingmenn Framsóknarflokksins sem greiddu atkvæði með
þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.

Þingmenn Vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:

Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, utan þingflokka.

Sátu hjá:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.

Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 02:42

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 02:43

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 02:44

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu er eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti því að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu þegar landið er í raun í sambandinu.

Vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel með aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu fyrir meira en tveimur áratugum.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 02:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Svíþjóð er aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 02:49

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 02:50

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 02:51

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Eignarhaldsfélagið Langisjór hagnaðist um 624 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.

Félagið á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, þar á meðal kjúklingaframleiðandann Matfugl og Salathúsið, og var rekið með jákvæðri afkomu upp á 813 milljónir árið 2013."

Stærsti eigandi kjúklingaframleiðandans Matfugls er skráður á Möltu

Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 02:52

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland, Sviss og Liechtenstein) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 02:53

13 identicon

það var nægur tími til að skoða önnur lönd með þjóðaratkvæðisgreiðslur. en þessi var valinn sem. veitti loðinn svör og þjónaði litlum tilgandi

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.9.2017 kl. 06:29

14 identicon

Þú skautar hressilega framhjá því að það var engin áhugi á þessu máli hjá þjóðinni og þessi þjóðaratkvæðagreiðsla sem þú talar um var algjört prump þar sem fólk hafði engan möguleika á að hafna þessu leikriti með öðrum hætti en að hunsa þetta... SEM VIÐ GERÐUM

Wilfred (IP-tala skráð) 27.9.2017 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband