Aurburðurinn vex miklu meira en vatnsrennslið.

Áætlað var að í Hálslón rynnu  10 milljón tonn af auri á hverju sumri og myndi hinn 25 kílómetra langi og 180 metra djúpi dalur fyllast af auri á bilinu 100-200 árum.Hálslón. Landsvirkjun 

En Ljóst að aurburðurinn verður miklu meiri en þessar tölur sögðu til um og hugsanlega tvöfalt til  þrefalt meiri. Þetta veit hins vegar enginn og enginn hefur áhuga á því að vita það, því að það hefur ævinlega farið hljótt um aurburðinn. 

Á áróðursmyndum Landsvirkjunar fyrir Kárahnjúkavirkjun var lónið sýnt á tölvugerðri mynd frá svipuðu sjónarhorni og mynd RAX er tekin, og það sýnt svo blátært, að það sést til botns við þessa nýju miðstöð útilífs, ferðamennsku og náttúruskoðunar. Hálslón fullt

Hið rétta er að skyggnið í drullunni í vatninu er innan við 10 sentemetrar!

Ég hef fylgst með setinu í gili Kringilsár í áratug, en þetta gil er um 150 metra djúpt fremst og í því voru nokkrir fossar auk mangnaðra stuðlabergshvelfinga á báða bóga. 

Brekkurnar voru grasi grónar fremst í gilinu sem fékk heitið Stuðlagátt á þeim tíma sem náttúruunendur gengu þar um á árunum fyrir virkjun. 

Fullyrt var í mati á umhverfisáhrifum það myndi taka 100 ár að fylFólk í sandi v.Kringilsá, sem er efst í því. 

En á aðeins tveimur árum eftir myndun lónsins hafði gilið fyllst upp, allt upp að fossinum! 

Á mynd hér við hliðina sést fólk á gangi í eyðimörk þar sem áður var þykkur gróður á bökkum Stuðlagáttar. Þessi aur er frá sumrinu áður, em vegna lágrar stöðu í lóninu þekur hann meirihluta þess í sumarbyrjun. 

Síðustu tvö árin fyrir myndun lónsins sagði ferðafólk mér það að menn frá Landsvirkjun segðu að fossinn myndi aldrei fara á kaf. 

En strax á fyrsta ári eftir að lónið var myndað komhið sanna í lLeirfok, Kárahnjúkarjós, að fossinn kaffærist þegar lónið er fullt, og ekki bara það, heldur fer lónið nokkra kílómetra upp fyfir fossinn!

Set inn myndir af þessu svæði teknar snemmsumars. 

Á neðstu myndinni er horft yfir Stuðlagátt upp að Töfrafossi í júníbyrjun 2009 og er gilið fagra sokkið í aurinn sem Kringilsá hefur borið í það og nær upp að Töfrafossi. Kringilsá. Vor 2010.

En verði aurburðurinn margfaldur á við það sem spáð var, mun Hjalladalur og lónstæðið fyllast upp af auri á 50 til 100 árum og gera erfitt fyrir um vatnsmiðlun með tilheyrandi aflminnkun Kárahnjúkavirkjunar. 


mbl.is Loftslagsáhrifin á við 100 MW virkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Ef það er rétt að rúmmál Hálslóns sé 2.100 gígalítrar og ef eitt tonn af aurburði er ca 250 lítrar, þá fæ ég það út að það taki 840 ár að fylla lónið af seti.
Eflaust fer miðlunargeta lónsins minnkandi ár frá ári, en þó mun það taka 210 ár að hún minnkar um fjórðung.
Spurningin er því hversu mikið jökulvatn mun falla í Hálslón eftir 200 ár, ef spár um afkomu Vatnajökuls rætast.

Þórhallur Pálsson, 2.11.2017 kl. 23:24

2 identicon

skil ekki vandamálið, men dásama svona landslag við langjökul og vilja litlu breyta þar

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.11.2017 kl. 07:17

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er aðeins að vitna í mat á umhverfisáhrifum. Eitt tonn af aurburði samsvarar 2000 lítrum af vatni ef eðlisþyngd aursins er 2. 

Vísindamenn viðurkenna nú að "spár um afkomu Vatnajökuls" séu rammskakkar og úreltar eins og greint var frá á haustfundi Lv. 

Ómar Ragnarsson, 3.11.2017 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband