Minnst tuttugu í sóttkví voru á gosstöðvunum.

Af fréttum má það helst ráða að sóttvarnarráðstafanir við landamærin hér á landi leki verulega. 

Þetta kemur nú í ljós daglega við eldgosið í Geldingadölum að nefndar eru tölur frá fjórum upp í tuttugu sem þarf að hafa afskipti af daglega vegna þess að viðkomandi eigi að vera í sóttkví. 

Í ofanálag má heyra óánægjuraddir úr ýmsum áttum með það að yfirleitt skuli sóttkví vera beitt í sóttvarnaraðgerðum.  

Og í dag er von á fjölda fólks til landsins frá landi sem er með eldrauðan lit á Covid-kortinu af Evrópu.  

 


mbl.is Ekki alls kostar sáttur við dvöl í sóttvarnahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Grátkór ferðaþjónustunnar,Katrín,Bjarni,Svandís og fleiri pólitikusar hljóta að vera hoppandi ánægð með þetta. Við skulum sjá hvernig ástandið verður eftir páska þá er ekki víst að hér verði allt grænt og vænt.

Ragna Birgisdóttir, 2.4.2021 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband