Knattspyrna er hópíþrótt og þjálfarinn er einn af liðsmönnum.

Í hópíþróttum gildir það oft að heildin getur verið betri eða verri heldur en samanlögð geta liðsmanna. Þetta gildir ekki síður um þjálfara liðsins en liðsmenn sjálfa. 

Þetta verður að hafa í huga þegar liðið er valið, og þá getur góður þjálfari verið betri en enginn eins og Bjarni Fel orðaði það stundum.  

Síðuhafi er gamall Framari og hefur aldrei haldið með KR, en það breytir engu um það, að sé það KR-ingur, sem gæti gagnast best sem landsliðsþjálfari, þá er aðalatriðið við ráðningu hans geta hans og gildi fyrir landsliðshópinn.  


mbl.is Vill fá Íslending í staðinn fyrir Åge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband